Gýgjarhólskot ræktunarbú ársins og þeir Blossi og Gullmoli verðlaunaðir
			
					26.03.2024			
			|
		
	
			Á fagfundi sauðfjárræktarinnar sem haldinn var á Hvanneyri fimmtudaginn 21. mars voru veitt verðlaun, sem kalla má þau æðstu sem veitt eru vegna sauðfjárræktar. Halldórsskjöldurinn: Hinn glæsilegi Halldórsskjöldur er veittur af fagráði í sauðfjárrækt sauðfjárræktarbúi ársins og var hann nú afhentur í þriðja sinn. Búið er valið útfrá heildareinkunn ánna í kynbótamati auk þess sem búið þar að standast ýmis viðmið, m.a. að komast á lista yfir úrvalsbú. Sá listi er aðgengilegur inn á heimasíðu RML ásamt öðrum niðurstöðum úr skýrsluhaldinu fyrir síðasta ár. Að þessu sinn var það Gýgjarhólskot í Biskupstungum sem stendur efst búa. Líkt og fram kom í umfjöllun um búið, hefur það á síðustu 10 árum staðið 9 sinnum efst yfir landið fyrir afurðir en þarna fer saman mjög öflugt ræktunarstarf og bústjórn sem stuðlar að hámarks afurðum.
			Lesa meira