Fréttir

Afkvæmahestar 2020

Stóðhestar sem hlutu afkvæmaverðlaun árið 2020 voru ellefu, þar af voru 6 hestar sem hlutu fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og 5 hestar sem hlutu heiðursverðlaun fyrir afkvæmi. Skaginn frá Skipaskaga var efstur hesta með fyrstu verðlaun fyrir afkvæmi og hlaut Orrabikarinn á Landsýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum 2020.
Lesa meira

Skráningarkerfið komið í lag

Skráningarkerfið fyrir kynbótasýningar er komið í lag. Það er því aftur hægt að skrá hross á sýningar en bilun í skráningarkerfinu olli því að loka þurfti kerfinu tímabundið.
Lesa meira

Aðstoð við að kortleggja möguleg rannsóknasvæði

Í janúar síðastliðnum hlaut rannsóknarverkefnið ExGraze - Áhrif langtíma beitarfriðunar á kolefnisupptöku og kolefni í graslendisjarðvegi styrk úr Rannsóknarsjóði til þriggja ára. Verkefnastjóri er Anna Guðrún Þórhallsdóttir Háskólanum á Hólum en samstarfsmenn eru m.a. Rene van der Wal prófessor frá Landbúnaðarháskólanum í Svíþjóð, Richard Bardgett prófessor frá Háskólanum í Manchester og Áslaug Geirsdóttir prófessor við Háskóla Íslands auk annarra innlendra aðila.
Lesa meira

Kennslumyndband um plægingar - Stillingar á plóg

Linda Margrét Gunnarsdóttir ráðunautur hjá RML lauk í fyrra búfræðinámi. Lokaverkefni hennar fjallaði um plægingar og vann hún myndband sem hluta af verkefninu. Í myndbandinu er fjallað um stillingar á dráttarvél, plóg og fleiri mikilvægum þáttum sem koma við sögu ef plægingar eiga að takast vel
Lesa meira

Beint streymi frá kynbótasýningum RML

Sú nýbreytni verður tekin upp, að streymt verður frá öllum kynbótasýningunum vor/sumar 2021 og þær síðan aðgengilegar í vefsíðu/appi Alendis. RML mun fá afhentar niðurklipptar sýningar af 170 hæst dæmdu hrossum í sínum flokki, auk þess að fá aðgengi að öllu öðru efni.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Opnað verður á skráningar á kynbótasýningar vorsins þriðjudaginn 4. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Leiðbeiningar um skráningarkerfið er einnig að finna hér á heimasíðunni. Í töflunni hér að neðan má sjá síðasta skráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn.
Lesa meira

Afkvæmadómur nauta f. 2015

Við vekjum athygli á að yfirlit um afkvæmadóma nauta sem fædd voru árið 2015 er komið hérna á vefinn hjá okkur. Um er að ræða hefðbundið yfirlit þar sem sjá má hver útkoman varð á þeim nautum sem komu til afkvæmadóms. Meðal þess sem þarna er að finna er lýsing á dætrahópunum, yfirlit um útlitseinkenni, efnahlutföll, frumutölu, mjaltaathugun, gæðaröð og förgun ásamt kynbótaeinkunnum á þeim tímapunkti er afkvæmadómi lauk.
Lesa meira

Samantekt jarðvegssýnaniðurstaðna hafa verið uppfærðar.

Vegna breytts fyrirkomulags gagnahreinsunar er ögn mismunur á meðaltölum milli samantekta. Þó er talið að samræmi sé betra með núverandi vinnslu. Samantekt gagna er einnig í þróun og þetta árið var ákveðið að kíkja aðeins á sýrustigið. Reiknað var miðgildi samhliða meðaltalinu til að sjá hvort mikill munur væri þar á milli. Ef munur er lítill sýnir það, að meðaltalið er það nálægt miðju gagnasafnsins sem horft er á hverju sinni.
Lesa meira

Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2021

Þá er ekki seinna vænna að taka ákvörðun um hverju á að sá þetta vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu ólíkra yrkja þó þau tilheyri sömu tegundinni.
Lesa meira

Jörfi 13011 verðlaunaður

Í síðustu viku afhenti Sveinbjörn Eyjólfsson, forstöðumaður Nautastöðvarinnar, verðlaun fyrir besta nautið fætt 2013. Eins og kunnugt er hlaut Jörfi 13011 frá Jörfa í Borgarbyggð þessa nafnbót en afhending verðlaunanna hefur tafist vegna Covid-19 faraldursins. Það var því ekki fyrr en nú sem verðlaunin voru afhent þeim systkinum og ræktendum Jörfa, Jónasi, Guðbjörgu og Guðmundi Jóhannesarbörnum, viðurkenninguna. Segja má að tímasetningin hafi hins vegar verið með ágætum því kýrnar á Jörfa eru nýfluttar í nýtt legubásafjós sem börn Jónasar byggðu en þau hafa nú tekið við búrekstri á Jörfa. Sveinbjörn sagði við þetta tækifæri að Jörfi væri eitt þeirra fáu nauta sem næði þeim vinsældum meðal bænda að sæði úr honum kláraðist.
Lesa meira