Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi tilbúin til dreifingar
02.10.2020
|
Fyrstu ungnaut úr 2019 árgangi nauta eru tilbúin til dreifingar og útsending hefst innan tíðar af fullum krafti. Tvö þeirra eru að vísu komin í dreifingu á einstaka svæðum en á næstu vikum munu þessi naut taka við af 2018 nautunum í kútum frjótækna eða um leið og dreifingu þeirra lýkur. Hér er um að ræða síðustu syni þeirra Lúðurs 10067, Dropa 10077 og Gýmis 11007 auk fyrstu sona Bakkusar 12001 og Jörfa 13011. Þá er að finna í hópnum einu syni þeirra Stólpa 11011 og Skells 11054 sem koma munu til dreifingar.
Lesa meira