DNA sýnataka samhliða sauðfjárdómum
09.07.2021
|
Pöntunarformið fyrir lambaskoðanir býður nú upp á, að samhliða sauðfjárdómunum er hægt að panta DNA sýnatöku. Þessi sýni verða send til greiningar hjá Matís. Fyrst og fremst er hér verið að horfa til arfgerðagreininga m.t.t. mótstöðu gegn riðuveiki. Gert er ráð fyrir að fyrsta sending af sýnum fari í greiningu í lok september. Niðurstöður þeirra sýna ættu að liggja fyrir um miðjan október þannig að nýta megi upplýsingarnar við ásetningsvalið.
Lesa meira