Fréttir

Bestu óskir um gleðileg jól...

...og farsælt komandi ár. Starfsfólk RML óskar ykkur gleðilegrar hátíðar með þökkum fyrir gott samstarf og viðskipti á árinu sem er að líða.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2017/18 er komin út og verður dreift til bænda á næstu dögum. Í skránni er að finna upplýsingar um þau reyndu naut sem eru í dreifingu núna auk fræðsluefnis. Þar má nefna grein um ávinning og notkun á SpermVital-sæði, upplýsingar um Tarfinn-kynbótaráðgjöf, afkvæmadóm nauta fæddra 2010, bréf frá bændum, kynbótamat reyndra nauta sem farið hafa úr dreifingu á síðustu mánuðum, holdanaut í dreifingu, naut með hæsta kynbótamat fyrir einstaka eiginleika,...
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum nóvember

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni nú í nóvember hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru eftir hádegi þann 11. desember, höfðu skýrslur borist frá 547 búum. Reiknuð meðalnyt 24.785,6 árskúa á þessum búum, var 6.194 kg á síðustu 12 mánuðum og hafði hækkað um 35 kg. frá fyrra mánuð
Lesa meira

Upplýsingar um átta ungnaut fædd 2016

Nú er búið að bæta upplýsingum um átta ungnaut fædd 2016 á nautaskra.net. Þetta eru Kári 16026 frá Káranesi í Kjós. undan Gusti 09003 og Óreiðu 312 Sandsdóttur 07014, Höttur 16028 frá Egilsstöðum á Völlum undan Flekki 08029 og Frævu 978 Glæðisdóttur 02001,
Lesa meira

DNA-stroksýni á höfuðborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu miðvikudaginn 13. desember. Þeim sem kunna að hafa áhuga á þessari þjónustu, t.d. fyrir hross sem fyrirhugað er að sýna í kynbótadómi vorið 2018 er bent á að setja sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið

Á dagatali RML í desember 2017 er bent á að síðast skiladagur haustbóka sé 31. desember. Það er ekki rétt heldur er síðasti skiladagur haustbóka 12. desember eða á næstkomandi þriðjudag. Þetta misræmi er þannig tilkomið að dagatal RML var unnið í fyrra áður en allar dagsetningar og reglugerð um stuðning við sauðfjárrækt lá fyrir.
Lesa meira

Starfsdagar RML

Nú standa yfir starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna en að þessu sinni eru þeir á Egilsstöðum. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins saman og vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Starfsdagarnir standa yfir 27.-29. nóvember og því verður erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma. Viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst sem verður svarað eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi strax eftir helgi.
Lesa meira

Innvigtunargjald á umframmjólk hækkar þann 1. des.

Auðhumla hefur tikynnt um hækkun á sérstöku innvigtunargjaldi á umframmjólk um 5 kr. á lítra, úr 35 kr. í 40 kr. á hvern innveginn lítra. Þessi hækkun hafði verið boðuð fyrr í haust ef innvigtun héldi áfram í sama takti eins og það er orðað í tilkynningu frá Auðhumlu.
Lesa meira

Skýrsluhald í geitfjárrækt

Skýrsluskil í geitfjárræktinni miðast við 12. desember. Þá eiga gögnin að vera komin í kerfið, þannig að þeir sem skila inn gögnum til skráningar skulu miða við að koma þeim ekki seinna en 4. desember til skráningar. Margir af þeim sem eru með aðgang að Heiðrúnu hafa þegar lokið skilum á gögnum fyrir framleiðsluárið 2017.
Lesa meira

Hrútaskrá 2017-18 er komin úr prentun

Í dag kom Hrútaskrá 2017-18 úr prentun og fer nú til dreifingar til sauðfjárbænda og áhugamanna um sauðfjárrækt um land allt svo fljótt sem verða má. Veðrið er því miður ekki hagstætt í augnablikinu og af þeim sökum gæti dreifing tafist eitthvað en skráin ætti að öllu jöfnu að verða til dreifingar á hrútafundum í næstu viku og vonandi þeim fundum sem haldnir verða á morgun og um helgina.
Lesa meira