Fréttir

Tækifæri í kornrækt - Bændafundur RML & LbhÍ

Í kvöld verður haldinn fundur á Hvanneyri um kornrækt. Þar verður farið yfir ýmsar hliðar kornræktarinnar. Fundurinn hefst kl. 19:30 í Ásgarði.
Lesa meira

SPROTINN jarðræktarráðgjöf

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins hefur undanfarin ár boðið upp á þjónustu- og ráðgjafarpakka í jarðrækt undir heitinu Sprotinn. Viðbrögð bænda hafa verið góð og hefur þeim sem nýta sér þennan pakka fjölgað jafnt og þétt. Í fyrra tóku rúmlega 40 býli þátt. Lögð er áhersla á að hafa Sprotann í stöðugri þróun sem tekur mið af reynslu ráðunauta og ábendingum frá þeim bændum sem nýta sér pakkann.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum febrúar

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í febrúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til rétt fyrir hádegi þann 12. mars, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.451,1 árskýr á þessum búum, var 6.241 kg á síðustu 12 mánuðum.
Lesa meira

Samantekt á uppskeru og áburðargjöf

Undanfarin fjögur ár hefur RML boðið bændum að taka þátt í ráðgjafarpakka sem kallaður er Sprotinn. Markmiðið með honum er að ná vel utan um alla jarðræktina á búinu með skráningum m.a. á því sem er ræktað, borið á og uppskorið og einnig eftir því sem þurfa þykir, sýnatöku á jarðvegi til að greina það sem hugsanlega má bæta. Ráðgjöfinni lýkur síðan alltaf á að unnin er áburðaráætlun þar sem gögn úr skýrsluhaldinu og niðurstöður hey- og jarðvegssýna eru höfð til stuðnings.
Lesa meira

Uppfærð ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Fagráð í sauðfjárrækt vinnur að uppfærslu á ræktunarmarkmiðum fyrir sauðfjárræktina. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að uppfæra verkefnalista sem markmiðunum fylgja, skerpa á markmiðum varðandi holdfyllingu og taka tillit til þess að forystuféð er nú skilgreint sem sérstakt fjárkyn, en ekki undirstofn íslensku sauðkindarinnar.
Lesa meira

Fjárfestingarstuðningur 2018

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingarstuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2018. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars. Rétt er að benda á að síðasti virki dagur fyrir skiladag í nautgriparækt er 28. mars sökum páskaleyfis.
Lesa meira

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar á nautaskra.net. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð undan Gusti 09003 og Lýdíu Stráksdóttur 10011,
Lesa meira

Heia Norge - Fræðsluferð

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem eru ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda standa fyrir bændaferð í byrjun nóvember næstkomandi. Ekki er búið að ákveða dagskrána að fullu en gert er ráð fyrir að ferðinni verði heitið til Trøndelag og taki 2-3 daga. NLR í Trøndelag eru vanir að taka á móti hópum annarstaðar frá í Noregi og sýna fjölbreyttar lausnir í útihúsabyggingum og aðstæður í Trøndelag eru ekki svo frábrugðnar íslenskum aðstæðum.
Lesa meira