Fréttir

Uppfærð ræktunarmarkmið í sauðfjárrækt

Fagráð í sauðfjárrækt vinnur að uppfærslu á ræktunarmarkmiðum fyrir sauðfjárræktina. Breytingarnar snúa fyrst og fremst að því að uppfæra verkefnalista sem markmiðunum fylgja, skerpa á markmiðum varðandi holdfyllingu og taka tillit til þess að forystuféð er nú skilgreint sem sérstakt fjárkyn, en ekki undirstofn íslensku sauðkindarinnar.
Lesa meira

Fjárfestingarstuðningur 2018

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingarstuðning fyrir framkvæmdum á árinu 2018. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars en í nautgriparækt er hann 31. mars. Rétt er að benda á að síðasti virki dagur fyrir skiladag í nautgriparækt er 28. mars sökum páskaleyfis.
Lesa meira

Ný ungnaut úr 2016 árgangi að koma til dreifingar

Nú bíða átta ungnaut úr 2016 árgangi dreifingar en hún mun hefjast innan skamms en upplýsingar um þau eru komnar á nautaskra.net. Þetta Fóstri 16040 frá Helluvaði á Rangárvöllum undan Bolta 09021 og Hosu 754 Kambsdóttur 06022, Spakur 16042 frá Reykjum á Skeiðum undan Gusti 09003 og Heklu 1048 Sirkussdóttur 10001, Boggi 16043 frá Minni-Ökrum í Blönduhlíð undan Gusti 09003 og Lýdíu Stráksdóttur 10011,
Lesa meira

Heia Norge - Fræðsluferð

Ráðgjafamiðstöð Landbúnaðarins og NLR (Norsk Landbruksrådgiving) sem eru ráðunautaþjónusta í eigu norskra bænda standa fyrir bændaferð í byrjun nóvember næstkomandi. Ekki er búið að ákveða dagskrána að fullu en gert er ráð fyrir að ferðinni verði heitið til Trøndelag og taki 2-3 daga. NLR í Trøndelag eru vanir að taka á móti hópum annarstaðar frá í Noregi og sýna fjölbreyttar lausnir í útihúsabyggingum og aðstæður í Trøndelag eru ekki svo frábrugðnar íslenskum aðstæðum.
Lesa meira

DNA-stroksýni á höfuborgarsvæði

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar á hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu fimmtudaginn 22. febrúar. Áhugasömum um þessa þjónustu er bent á að setja sig í samband við Pétur: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Verkefnavefurinn www.korn.is

Verkefnavefurinn www.korn.is er nú kominn í loftið. Þar verður fjallað um kornverkefni Landbúnaðarháskóla Íslands. Þar verður að finna upplýsingar um allar korntegundir sem eru í tilraunum við LbhÍ með megin áherslu á bygg. Einnig verður þar að finna útgefið efni um kornrækt hérlendis. Vefurinn verður uppfærður jafnóðum og niðurstöður úr verkefnunum berast. Viljum við hvetja bændur sem áhuga hafa á kornrækt til þess að kynna sér þennan nýja verkefnavef.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2018 og val kynbótahrossa á Landsmót

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2018 og er hún komin hér á vefinn undir Kynbótastarf/Hrossarækt/Kynbótasýningar. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um miðjan apríl og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakra sýninga.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum janúar hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til nokkru fyrir hádegi þann 12. febrúar, höfðu skýrslur borist frá 550 búum. Reiknuð meðalnyt 25.325,9 árskúa á þessum búum, var 6.234 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira