Ný reynd naut í notkun
03.11.2017
Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að setja fimm ný naut úr 2011 árgangi í notkun sem reynd naut í stað nauta sem tekin verða úr notkun. Þetta er Laxi 11050 frá Laxamýri í Reykjahverfi, Roði 11051 frá Hrepphólum í Hrunamannahreppi, Skellur 11054 frá Lágafelli í A-Landeyjum, Öllari 11066 frá Ölkeldu 2 í Staðarsveit og Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum. Upplýsingar um þessi naut hafa verið uppfærðar á nautaskra.net sem og önnur reynd naut í notkun.
Lesa meira