01.06.2017
Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum s.l. mánudag (29. maí) að setja fimm ný reynd naut í notkun í kjölfar keyrslu á kynbótamati í maí. Eitt þessara nauta er úr 2010 árgangnum en hin fjögur eru fædd 2011. Þessi naut eru Mörsugur 10097 frá Geirakoti í Flóa, undan Skurði 02012 og Carmen 449 Áradóttur 04043, Kunningi 11002 frá Ytri-Skógum undir Eyjafjöllum, undan Flóa 02029 og Götu 377 Stígsdóttur 97010, Gýmir 11007 frá Berustöðum í Ásahreppi, undan Ás 02048 og Flekku 378 Stöðulsdóttur 05001, Stólpi 11011 frá Litla-Ármóti í Flóa, undan Lykli 02003 og Styttu 606 Stílsdóttur 04041 og Skalli 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga, undan Gylli 03007 og Góð 255 Fontsdóttur 98027.
Lesa meira