Er búið að örmerkja?
23.02.2016
Samkvæmt reglugerð um merkingar búfjár skulu öll hross vera örmerkt og ásetningsfolöld skal örmerkja við hlið móður fyrir 10 mánaða aldur. Nú ætti því að vera búið að merkja flest öll folöld sem fæddust á síðasta ári. Merkingamenn eru hvattir til að skila örmerkjablöðum inn sem allra fyrst eftir merkingu. Hægt er að skila þessum blöðum inn á öllum starfsstöðvum Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins.
Lesa meira