Fréttir

Nýr starfsmaður hjá RML

Sigrún Dögg Eddudóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðgjafi í umhverfis- og loftslagsmálum á rekstrar- og umhverfissviði og er í fullu starfi. Starfsstöð hennar er í Reykjavík. Sigrún hefur háskólamenntun í landafræði og er með Doktorsgráðu í landafræði frá Háskóla Íslands. Hún hefur starfað hjá Náttúrufræðistofnun Íslands, verið nýdoktor við Háskóla Íslands og Uppsala Háskóla í Svíþjóð og starfað sem sérfræðingur hjá Uppsala Háskóla. Síminn hjá Sigrúnu er 516-5049 og netfang sigrun@rml.is Við bjóðum Sigrúnu velkomna til starfa hjá RML.
Lesa meira

Til hamingju með daginn!

Í dag, þann 1. júní, er alþjóðlegi mjólkurdagurinn haldinn hátíðlegur víða um heim. Átakinu var ýtt úr vör árið 2001 að frumkvæði Matvæla- og landbúnaðarstofnunnar Sameinuðu þjóðanna til að vekja athygli mikilvægi mjólkur sem hollrar og góðrar fæðu og því hversu mjólkurframeiðsla hefur mikil efnahags- og næringarfræðileg áhrif um alla heimsbyggðina. Á hverju ári síðan hefur ávinningur mjólkur og mjólkurafurða verið kynntur um allan heim, þar á meðal hvernig mjólkurvörur styðja við lífsafkomu meira en eins milljarðs manna.
Lesa meira

Hollaröðun Hólar fyrri vika 12. - 16. júní

Kynbótasýning fer fram á Hólum dagana 12.-16. júní n.k.  Skráð eru 128 hross á sýninguna.  Dómar hefjast mánudaginn 12.06. kl. 08:00. Yfirlitssýning verður föstudaginn 16.06. og hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Fréttir af vorsýningum

Skráning á sýningarnar á Selfossi og Hólum vikuna 19. til 23. júní hefur verið framlengdur til miðnættis á sunnudag 4. júní. Kynbótasýningar sem vera áttu í Víðidal vikuna 5. til 9. júní og í Spretti vikuna 12. til 16. júní falla niður. Ástæðan er lítil skráning. Haft verður samband við þá sem eiga skráð hross á þessum sýningum og þeim boðið að færa hrossin á sýninguna á Selfossi eða að fá að fullu endurgreitt. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið halla@rml.is.
Lesa meira

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 5. til 9. júní.

Röðun hrossa fyrir fyrstu kynbótasýningu vorsins hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 5. júní kl. 8:00 á Gaddstaðaflötum. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 9. júní. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

Síðasti skráningardagur á vorsýningar á morgun - föstudaginn 26. maí.

Síðasti skráningardagur á allar vorsýningar er á miðnætti á morgun föstudaginn 26. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Jarðrækt og öflun fóðurs

Sífellt fleiri bændur sjá kosti þess að fá ráðgjöf í gegnum Sprotann - jarðræktarráðgjöf hjá RML. Hvort sem það er aðhald vegna skráninga í Jörð, heimsókn án komugjalds eða að hafa tengilið sem hægt er að ráðfæra sig við þegar spurningar vakna, þá er Sprotinn rétti staðurinn. Í Sprotanum hefur alltaf verið lögð áhersla á sveigjanleika til að mæta hverjum og einum í þeim jarðræktarverkefnum sem hver og einn finnur sig í á hverjum tíma.
Lesa meira

Af arfgreiningum og erfðamati

DNA-sýnataka vegna erfðamengisúrvals er að segja má komin í nokkuð fastar skorður og það skipulag sem lagt var upp með snemma síðasta árs hefur reynst vel. Þegar þetta er skrifað er búið að greina og lesa inn í gagnagrunn nautgriparæktarinnar niðurstöður 19.323 arfgreininga í íslenska kúastofninum. Af þessum 19.323 arfgreiningum eru 7.053 úr gripum fæddum á þessu og síðasta ári og þar af eru 5.267 úr kvígum fæddum 2022 og 1.606 úr kvígum fæddum á þessu ári.
Lesa meira

Vorsýningar kynbótahrossa - síðasti skráningardagur á Hellu I er í dag

Síðasti skráningardagur á sýninguna á Hellu I er á miðnætti í kvöld. Á aðrar sýningar er síðasti skráningardagur föstudagurinn 26. maí. Skráning og greiðsla fer fram hér á heimasíðu RML. Sýning verður ekki haldin nema lágmarksfjöldi skráninga náist sem eru 30 hross. Í töflunni hér að neðan má sjá á hvaða sýningum eru laus pláss.
Lesa meira

Breytingar á nautum í notkun

Þau þrjú naut sem fagráð í nautgriparækt ákvað í byrjun maí kæmu ný til notkunar eru nú komin í dreifingu um land allt. Þetta er þeir Simbi 19037 frá Birtingaholti 4 í Hrunamannahreppi, undan Bakkusi 12001 og Gullbrá 1604 Úlladóttur 10089, Billi 20009 frá Hríshóli í Eyjafirði, undan Sjarma 12090 og Þúsu 1000 Ýmisdóttur 13051 og Pinni 21029 frá Hvanneyri í Andakíl, undan Pipar 12007 og Pillu 1969 Úlladóttur 10089. 
Lesa meira