Kyngreining á nautasæði á Íslandi
23.08.2024
|
Gengið hefur verið frá samkomulagi milli Nautastöðvar Bændasamtakanna (NBÍ ehf.) og STgenetics Europe B.V í Hollandi, dótturfyrirtækis STgenetics í Texas í BNA, um kyngreiningu á íslensku nautasæði. Samkomulagið felur í sér að STgenetics mun kyngreina allt að 2.500 skammta úr íslenskum nautum. Jafnframt er ætlunin að kyngreina eitthvert magn holdasæðis. Framkvæmdin verður með þeim hætti að til landsins kemur rannsóknastofa á hjólum sem lagt verður við Nautastöðina meðan vinnslan fer fram. Með henni kemur þjálfað starfsfólk sem sér um kyngreininguna að öllu leyti. Með þessum hætti sparast fjármunir sem annars hefðu farið í kaup á tækjabúnaði og uppsetningu á rannsóknastofu.
Lesa meira