Fréttir

Afmælisráðstefna RML 23. nóvember - Hlekkur á streymi kl 10-12:15

Dagsrkrá afmælisráðstefnu RML verður í beinu streymi frá kl. 10-12:15 Með því að smella á hlekkinn er hægt að komast inn á streymið.
Lesa meira

Starfsdagar RML haldnir dagana 22.-24. nóvember á Selfossi

Starfsdagar okkar eru yfirleitt haldnir 1x á ári í byrjun vetrar. Hæst ber á þessum starfsdögum afmælisráðstefnu RML sem er frá kl. 10.00 – 15:15 fimmtudaginn 23. nóvember. Vegna starfsdagana verður takmörkuð eða engin viðvera á flestum starfsstöðum og síminn ekki opinn frá kl. 12.00 miðvikudaginn 22. nóvember.
Lesa meira

Afkoma nautakjötsframleiðenda 2019-2022

Komin er út skýrsla um rekstur og afkomu í nautaeldi fyrir árin 2019-2022, en hún byggir á gögnum frá 30 búum í nautaeldi. Verkefnið byggir á grunni fyrri verkefna sem gert var grein fyrir í júní 2022 og hefur sannað enn á ný mikilvægi svona greiningarvinnu fyrir búgreinina.
Lesa meira

Fjögur ný naut í notkun

Fjögur ný naut hafa nú verið sett í notkun og um leið fara eldri og mikið notuð naut úr notkun. Þeir sem koma nýir inn eru Magni 20002 frá Stóru-Tjörnum í Ljósavatnsskarði undan Jörfa 13011 og Blöndu 609 Lagardóttur 07047, Gauti 20008 frá Gautsstöðum á Svalbarðsströnd undan Sjarma 12090 og Hólmfríði 1410 Boltadóttur 09021, Mjölnir 210285 frá Sólvangi í Fnjóskadal undan Kláusi 14031 og Brák 612 Úlladóttur 10089 og Drangur 22004 frá Hólmahjáleigu í Landeyjum undan Bikar 16008 og Tindu 1553 Úranusdóttur 10081. Þeir Magni 20002 og Gauti 20008 hafa áður verið í notkun og þá sem óreynd naut en Mjölnir 21025 og Drangur 22004 koma í fyrsta sinn til notkunar. Rétt er að vekja athygli á að Drangur er fyrsti sonur Bikars 16008 sem kemur til notkunar.
Lesa meira

RML 10 ára

Um síðustu áramót voru 10 ár frá því að Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) var stofnuð og höfum við verið að fagna þeim tímamótum með margs konar hætti á þessu ári. Í Bændablaðinu sem kom út þann 2. nóvember var meðfylgjandi „aukablað“ sem starfsfólk RML á veg og vanda af. Efni blaðsins gefur innsýn í brot af fjölbreyttri starfsemi RML en í leiðinni erum við einnig að minna á afmælisráðstefnu sem verður haldin á Hótel Selfossi þann 23. nóvember næstkomandi. Yfirskrift ráðstefnunnar er Áskoranir og tækifæri í landbúnaði.
Lesa meira

Bylting í sauðfjárræktinni - Endurnýjun íslenska sauðfjárkynsins til þols gegn riðu

Eftir áratuga langa baráttu gegn riðu í íslensku sauðfé þar sem aðalvopnin voru takmarkaður samgangur fjár á milli bæja á riðusvæðum og niðurskurður sýktra hjarða urðu straumhvörf í þessum málum í byrjun árs 2022. Þá fundust í fyrsta sinn á Íslandi kindur með ARR-samsætuna á bænum Þernunesi við Reyðarfjörð, en ARR-samsætan er alþjóðlega viðurkennd sem verndandi gegn riðu. Í kjölfarið hófst undirbúningur á að innleiða ARR í íslenska sauðfjárstofninn með þeirri von að loks væri hægt að sigra riðuna með skipulögðu ræktunarstarfi.
Lesa meira

Rannsóknir á breytileikum príonpróteinsins – skýrsla rannsóknarhóps

Rannsóknarhópur um riðurannsóknir hefur sent frá sér samantekt um þær niðurstöður sem þegar liggja fyrir um áhrif mismunandi breytileika í príonpróteininu sem hafa áhrif á mótstöðu íslenskra kinda gagnvart riðusmiti. Niðurstöðurnar byggja annarsvegar á svokölluðum PMCA næmirannsóknum og hinsvegar á skoðun arfgerða sauðfjár í riðuhjörðum. Byggt á þessum niðurstöðum eru dregnar ályktanir um verndargildi mismunandi arfgerða.
Lesa meira

Hrútafundir

Hinir svokölluðu hrútafundir verða haldnir víðsvegar um land á næstu dögum. Fundirnir eru haldnir af Búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML. Að venju verða stöðvarhrútarnir kynntir og ræktunarstarfið rætt. Meðfylgjandi er yfirlit yfir fyrirhugaða fundi. Líkt og flestir vita sem ferðast um veraldarvefinn og hafa áhuga á sauðfé, þá er netútgáfa Hrútaskrárinnar kominn á vefinn fyrir nokkrum dögum. Uppfærð útgáfa kom í dag, sem fyrst og fremst beindist að því að lagfæra eina villu. Það var hrúturinn Fannar sem varð fyrir barðinu á henni, en hann var sagður með ARR/ARQ arfgerð príongensins. Hið rétt er að hann er með ARR/AHQ og hjá honum blakta nú dökkgrænt og ljósgrænt flagg.
Lesa meira

Bylting í íslenskri nautgriparækt

Fyrir um sex árum síðan hófst undirbúningur að innleiðingu erfðamengisúrvals í íslenskri nautgriparækt. Sú vinna stendur enn, en í lok síðasta árs var stigið stórt skref þegar kynbótamat byggt á erfðamengisaðferðum (erfðamat) var birt í fyrsta skipti. Fagráð í nautgriparækt tók þá ákvörðun að hagnýta þessa aðferð strax í ræktunarstarfinu, byggja val nautkálfa á stöð eingöngu á erfðamati og hætta afkvæmaprófun ungnauta. Í þessu felst gríðarlega mikil breyting sem ekki er hægt að kalla neitt annað en byltingu. Þau naut sem nú eru keypt á stöð eru keypt í þeim tilgangi að þau verði strax notuð eins og um reynd naut væri að ræða, það er naut sem í eldra kerfi höfðu lokið afkvæmaprófun.
Lesa meira

RML 10 ára - Afmælisráðstefna 23. nóvember á Hótel Selfossi

Afmælisráðstefna RML, sem haldin er í tilefni af 10 ára afmæli fyrirtækisins, verður fimmtudaginn 23. nóvember á Hótel Selfossi. Glæsileg dagskrá liggur fyrir og upplýsingar um dagskrá má finna á Facbook viðburði ráðstefnunnar en einnig hér í fréttinni að neðan. Skráning á ráðstefnuna og hátíðarkvöldverð fer fram á rml.is í gegnum skráningarhlekk en einnig má senda tölvupóst á rml(hjá)rml.is eða tilkynna þátttöku í síma 5165000. Ekkert skráningargjald er á ráðstefnuna og skráning því til að áætla fjölda gesta. Starfsmenn RML hlakka til að sjá ykkur á Selfossi.
Lesa meira