Fréttir

Uppfærð röðun fyrir sýninguna í Spretti vikuna 10.-14. júní

Vegna veðurs varð að aflýsa sýningunni á Hólum sem vera átti í þessari viku. Það setti eitt og annað úr skorðum. Til að reyna að koma til móts við óskir knapa var nokkrum hrossum að norðan bætt inn á sýninguna í Spretti. Hollaröðun hjá þeim sem þegar voru skráði á sýninguna breyttist eingöngu á miðvikudeginum 12. júní, búið er að senda út tölvupóst á þá knapa sem voru færðir til. Hollaröð hefur verið uppfærð hér á síðunni.
Lesa meira

Fjöldi arfgreindra nautgripa kominn yfir 30 þús.

Nú um mánaðamótin maí/júní náðist sá áfangi að fjöldi arfgreindra nautgripa fór yfir 30 þúsund, nánar tiltekið í 30.038. Af þessum rúmlega 30 þús. gripum eru 16.320 kýr, 12.042 kvígur og 1.676 naut. Skiptingin miðast við stöðu gripanna eins og hún er skráð í dag eins og sjá má hvað best á því að af rúmlega 16 þús. kúm eru 430 fæddar 2022, þ.e. þær voru arfgreindar sem kvígur eru nú orðnar mjólkurkýr. Stærstur hluti þessara gripa er fæddur 2023 en af gripum fæddum á því ári hafa verið arfgreind 361 naut og 8.645 kvígur.
Lesa meira

Áríðandi tilkynning - hætt við dóma á fyrstu sýningarviku á Hólum

Vegna áframhaldandi vondrar veðurspár hefur verið ákveðið að aflýsa sýningarvikunni 3. - 7. júní (vika 23) á Hólum. Hross sem skráð eru á þá viku, munu færast yfir á næstu viku á eftir (vika 24) og hefjum við þá dóma sunnudaginn 9. júní.  Það stefnir þá í langa og stranga viku 9. - 14. júní og biðjum við þá knapa sem ekki sjá sér fært að sýna þá,  að hafa samband og einnig ef einhverjir geta fært sig yfir í viku 25, þá höfum við örlítið rými til að bæta við örfáum hrossum þar til að minnka álagið á yfirlitsdegi í viku 24..
Lesa meira

Breyting á dómadögum á Hólum vegna vondrar veðurspár

Vegna vondrar veðurspár verður að breyta fyrirkomulagi dóma á Hólum í komandi viku.  Ekki verður dæmt dagana 3.-5. júní (mánudag - miðvikudag). 
Lesa meira

Röðun hrossa vikuna 10.-14.júní, Rangárbakkar, Sprettur, Selfoss, Hólar

Það verður mikið um að vera á kynbótabrautunum vikuna 10. til 14. júní en þá vera þrjár sýningar í gangi á Suðurlandi og ein á Norðurlandi. Sýningarnar eru á Rangárbökkum við Hellu (120 hross), Spretti í Kópavogi (120 hross), Brávöllum á Selfossi (70 hross) og á Hólum í Hjaltadal (30 hross). Röðun hrossa á þessum sýningum hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 10. júní á Rangárbökkum við Hellu, Spretti í Kópavogi og Brávöllum á Selfossi. Sýningin á Hólum hefst stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 11. júní. Yfirlit verður á miðvikudeginum á Hólum, fimmtudegi á Brávöllum á Selfossi en á föstudeginum á hinum sýningunum. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best. Hollaröðun í frétt:
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum 31. maí 2024

Yfirlitssýning fyrstu vorsýningar á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 31. mai og hefst kl. 08.00 Hollaröð má nálgast í gegnum hnappinn Röðun hrossa á kynbótasýningum.
Lesa meira

Röðun hrossa á Rangárbökkum 3.-6. júní

Röðun hrossa á kynbótasýninguna á Rangárbökkum 3. til 6. júní hefur verið birt hér á síðunni. Alls eru 73 hross skráð. Dæmt verður frá mánudegi til miðvikudags og yfirlitssýning á fimmtudeginum 6. júní. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00.
Lesa meira

Hollaröðun Hólar 03.-07. júní 2024

Kynbótadómar hefjast á Hólum í Hjaltadal í næstu viku. 120 hross eru skráð til dóms sem er full sýningarvika. Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna:
Lesa meira

Skráningarfrestur framlengdur á sýningar á Hólum og í Spretti vikuna 18. til 21. júní

Skráningarfrestur á sýningarnar á Hólum í Hjaltadal og Spretti í Kópavogi vikuna 18. til 21. júní hefur verið framlengdur til miðnættis á föstudeginum 31. maí. Nánari upplýsingar er hægt að fá í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á netfangið rml@rml.is.
Lesa meira

Röðun hrossa í Víðidal 3.-7. júní

Röðun hrossa á kynbótasýninguna í Víðidal hefur verið birt hér á síðunni. Alls eru 120 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Við biðjum sýnendur og eigendur um að mæta tímanlega. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00. Sama á við um hollið eftir hádegið, dómar hefjast kl. 12:30 og þá þurfa hross að vera mætt í mælingu kl. 12:20 og eftir kaffihlé hefjast mælingar kl. 15:50.
Lesa meira