Fréttir

„Bliknar í mýri brokið“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna bændur á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 20. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Verð á vor- og haustbókum

Eins og glöggir hafa eflaust tekið eftir hækkuðu vorbækurnar í ár, úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk. Ástæðan er sú að með tilkomu riðufánana þarf nú að prenta bækurnar í lit sem er dýrari prentun en svarthvít prentun. Bækurnar eru prentaðar í prentsmiðju og verðlagðar þannig að þær standi undir kostnaði við prentun og umsýslu við útsendingu þeirra. Verð á haustbókum fer nú einnig úr 2300 kr/án vsk í 3000 kr/án vsk þar sem þær verða nú einnig prentaðar í lit. Við munum hins vegar í ár taka upp sérstakt verð fyrir stakar bækur sem prenta þarf utan venjulegs prenttíma, einfaldlega vegna þess að það er miklu dýrara að láta prenta eina bók í einu í stað margra. Þessar bækur munu héðan í frá kosta 5000 kr/án vsk. 
Lesa meira

Aukaskráningargluggi 15. ágúst / Síðsumarssýning á Rangárbökkum

Sökum fjölda áskorana hefur verið ákveðið að opna að nýju fyrir skráningar á síðustu kynbótasýningu ársins sem fram fer á Rangárbökkum í komandi viku. Opnað verður fyrir nýjar skráningar hrossa kl. 15:00 í dag (15. ágúst) og verður möguleikinn opinn til miðnættis, eða þar til 30 nýjar skráningar hafa borist. Upplegg næstu viku breytist því á þann veg að dæmt verður mánudag til miðvikudags (19.-21. ágúst) en síðasta IS-yfirlitssýning ársins fer fram fimmtudaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Afurðatjón vegna illviðra í júní

Inni á Bændatorginu er nú búið að opna á skráningarform fyrir afurðatjón sem bændur urðu fyrir í hretinu í byrjun júní sl. Ljóst er að ástæður afurðatjóna geta verið af ýmsum toga, bæði á búfé og ræktunarlöndum. Skráningarkerfið gerir ráð fyrir að tjón séu flokkuð með ákveðnum hætti en einnig er hægt að skrá önnur tjón sem falla þar fyrir utan. Þýðingarmikið er að skráningar gefi eins glögga mynd af umfangi tjónsins og mögulegt er.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslna nautgriparæktarinnar fyrir júlímánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðustu 12 mánuði, að liðnum júlí, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað að morgni hins 14. ágúst. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 441 búi en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 118 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.302,8 árskúa á búunum 441 var 6.524 kg. eða 6.495 kg. OLM
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Sigurbjörg Rós Sigurðardóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa við hugbúnaðarþróun á Fjármála- og tæknisviði. Sigurbjörg er í 100% starfi. Aðalstarfsstöð hennar er á Hvammstanga.
Lesa meira

Ráðunautur í jarðrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir starfsmanni sem gæti sinnt fjölbreyttu þróunar- og ráðgjafarstarfi á sviði jarðræktar, fóðrunar og umhverfismála. Starfs- og ábyrgðarsvið: Þátttaka í ráðgjafateymum RML sem sinna jarðræktar-fóðrunar og umhverfismálum, vinna við almennar leiðbeiningar í jarðrækt og á útiræktuðu grænmeti, ráðgjöf í jarðvinnslu, áburðargjöf og val á yrkjum opg þróun, sala á ráðgjöf á landsvísu í samstarfi við aðra starfsmenn RML og önnur verkefni s.s. líkanagerð í excel og þróunarverkefni.
Lesa meira

Breyting á kynbótavelli - Hólar 13.-15. ágúst

Tilkynning frá sýningarstjóra: Vegna aðstæðna á Hólum í Hjaltadal, munu kynbótadómar dagana 13.-15. ágúst fara fram á skeiðbrautinni í stað kynbótabrautar.
Lesa meira

Af niðurstöðum arfgerðargreininga – yfirlit yfir dreifingu lambhrúta með V og MV arfgerðir

Góður gangur hefur verið í greiningum sýna. Frá 1. apríl er búið að færa um 47.000 niðurstöður frá Íslenskri erfðagreiningu inn í skýrsluhaldsgrunninn Fjárvís. Um 10.000 sýni eru stödd í greiningarferlinu og niðurstöður úr þeim að vænta nú í ágúst. Algengar spurningar frá bændum þessa dagana eru varðandi sýni sem enn vantar niðurstöður á, þó búið sé að greina megnið af sýnum frá viðkomandi búi. Því er til að svara að ekki er búið að fara yfir „vandræðasýni“ sem ekki tókst að greina í fyrstu umferð. Von bráðar munu því koma niðurstöður á öll sýni og þá gerð grein fyrir því hvaða sýni voru ónýt.
Lesa meira

Nokkur orð um kúaskoðanir

Kúaskoðanir er eitt af þeim verkefnum sem RML sinnir við framkvæmd ræktunarstarfs í nautgriparækt. Dæmdir eru byggingareiginleikar hjá kúm á fyrsta mjaltarskeiði en skoðunin er forsenda fyrir því að hægt sé að reikna út kynbótamat fyrir þessa eiginleika. Tuttugu og þrír eiginleikar eru metnir skv. línulegum skala þar af tuttugu og einn af ráðunaut RML og tveir af bónda.
Lesa meira