Fréttir

Hollaröð á yfirliti - Hólar seinni vika

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fer fram á Hólum fimmtudaginn 22.06.2023. Sýningin hefst stundvíslega kl. 8:30
Lesa meira

Ný og endurbætt Heiðrún sett í loftið í dag

Nú hefur verið lokið við aðskilnað Heiðrúnar og Fjárvís og Heiðrún komin í loftið sem sjálfstæður gagnagrunnur og skýrsluhaldskerfi. Með uppfærðri og sjálfstæðri Heiðrúnu vonumst við til að koma betur til móts við þarfir geitfjárbænda í skýrsluhaldinu. Líkt og í öðrum skýrsluhaldskerfum þarf að fara í gegnum Bændatorg til að skrá sig inn í Heiðrúnu en kerfið er nú staðsett á slóðinni www.heidrun.is. Nánar verður fjallað um uppfærða Heiðrúnu í næsta Bændablaði. 
Lesa meira

Kynbótasýning á Hólum 21.06.-22.06. - hollaröðun

Kynbótasýning fer fram á Hólum dagana 21.06. og 22.06. n.k. (miðvikudagur og fimmtudagur) - 34 hross eru skráð til dóms og verður dæmt á miðvikudaginn 21.06. Yfirlit fer fram fimmtudaginn 22.06. og hefst kl. 8:30 Hér má sjá hollaröðun fyrir sýninguna
Lesa meira

Veðurmælingar og mygluspá fyrir kartöflubændur

RML starfrækir nú þrjár sjálfvirkar veðurstöðvar sem tengdar eru við mygluspárkerfi Euroblight í Danmörku. Stöðvarnar eru staðsettar í Þykkvabæ, Eyjafirði og Hornafirði nærri ræktunarsvæðum kartöflubænda. Með mygluspánni geta bændur fylgst með mygluhættu jafnóðum og þannig beitt markvissari og öruggari vörnum gegn kartöflumyglu.
Lesa meira

Opnir bændafundir um riðuveiki með alþjóðlegum sérfræðingum

Næstkomandi miðvikudag, þann 21. júní, verða haldnir tveir opnir bændafundir í Varmahlíð í Skagafirði þar sem fjallað verður um rannsóknir á riðuveiki. Fundirnir eru haldnir í tengslum við komu hóps erlendra vísindamanna til landsins. Sérfræðingarnir koma víðsvegar að og mæta hér til lands til að taka þátt í formlegum startfundi í alþjóðlegu rannsóknarverkefni (ScIce) um riðuveiki í sauðfé á Íslandi.
Lesa meira

Hólar - hollaröðun á yfirliti 16.06. - hefst kl. 08:00

Hér má sjá hollaröðun á yfirlitssýningu kynbótahrossa sem fram fer á Hólum, föstudaginn 16.06. Sýningin hefst stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira

Yfirlit Rangárbökkum á Hellu 16. júní

Yfirlitssýning fer fram á Rangárbökkum v. Hellu föstudaginn 16. júní og hefst stundvíslega kl. 09:00. Áætluð lok sýningar um kl. 17:40-18:00.
Lesa meira

Áhugaverð kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Síðastliðinn þriðjudag komu bændur og ráðunautar saman til að skoða kornakur að Stóra-Ármóti í Flóa. Farið var yfir helstu atriði í sambandi við jarðvinnslu, áburðargjöf og sáningu. Skoðuð voru áhrif kulda og votviðra vorsins og rætt um hvað hefði betur mátt fara og viðbrögð á þessum tímapunkti og á næstu dögum. Meðal þess sem mátti sjá í akrinum voru áhrif mismunandi sáðdýptar, frostskemmdir, fosfórskortur og illgresi. Einnig jákvæð áhrif þess þegar áburður er settur niður með fræinu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn maí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði nú eftir að maímánuður hefur runnið sitt skeið, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar fyrir mjólkurframleiðsluna voru uppfærðar skömmu eftir hádegi þann 12. júní. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 460 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 128 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.352,2 árskúa á fyrrnefndum 460 búum var 6.385 kg. eða 6.408 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 52,9.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 19. til 23. júní á Suðurlandi

Tvær sýningar verða í gangi á Suðurlandi vikuna 19. til 23. júní, á Rangárbökkum við Hellu og á Selfossi. Röðun hrossa á þessum sýningum hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 19. júní á Rangárbökkum en ekki fyrr en á þriðjudeginum 20. júní á Selfossi, stundvíslega kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna á Rangárbökkum en 61 á Selfossi. Að venju verður yfirlitssýningin á Rangárbökkum föstudaginn 23. júní en á fimmtudeginum 22. júní á Selfossi. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira