03.06.2024
|
Guðmundur Jóhannesson
Nú um mánaðamótin maí/júní náðist sá áfangi að fjöldi arfgreindra nautgripa fór yfir 30 þúsund, nánar tiltekið í 30.038. Af þessum rúmlega 30 þús. gripum eru 16.320 kýr, 12.042 kvígur og 1.676 naut. Skiptingin miðast við stöðu gripanna eins og hún er skráð í dag eins og sjá má hvað best á því að af rúmlega 16 þús. kúm eru 430 fæddar 2022, þ.e. þær voru arfgreindar sem kvígur eru nú orðnar mjólkurkýr. Stærstur hluti þessara gripa er fæddur 2023 en af gripum fæddum á því ári hafa verið arfgreind 361 naut og 8.645 kvígur.
Lesa meira