Fréttir

Skráningar á miðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á miðsumarssýningar 12. júní. Skráning og greiðsla fer fram eins og síðustu ár í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á vefnum. Í meðfylgjandi töflu má sjá hvaða sýningarstaðir eru í boði og lokaskráningardag á hverja sýningu en skráningu þarf að vera lokið á miðnætti þess dags. Ef sýning fyllist lokast sjálfkrafa á sýninguna þó svo skráningarfrestur sé ekki útrunninn. Eigandi/umsjónamaður hrossins verður þá að velja aðra sýningu.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum, 9. júní

Yfirlit fyrstu dómaviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 9. júní – og hefst stundvíslega kl. 10:00. Hefðbundin röð flokka, þ.e. frá elstu hryssum niður í yngstu – frá yngstu hestum upp í elstu. Áætluð lok yfirlits um kl. 19:00-19:30.
Lesa meira

Yfirlit á Rangárbökkum á morgun 9.júní

Yfirlit fyrstu dómaviku á Rangárbökkum fer fram föstudaginn 9. júní – og hefst stundvíslega kl. 10:00. Hollaröð yfirlits verður birt hér á vefnum um leið og hún liggur fyrir. Hefðbundin röð flokka, þ.e. frá elstu hryssum niður í yngstu – frá yngstu hestum upp í elstu. Áætluð lok yfirlits um kl. 18:30-19:00.
Lesa meira

Kornskoðun að Stóra-Ármóti í Flóa

Næsta þriðjudag, 13. júní, klukkan 14:00, bjóðum við bændum að koma og skoða með okkur kornakra á Stóra-Ármóti í Flóa. Jarðræktarráðunautar RML munu fara yfir helstu atriði kornræktar í tengslum við jarðvinnslu og áburðargjöf. Kornakrar verða skoðaðir og farið verður yfir það sem hefur tekist vel til og einnig hvort ástæða sé til að bregðast við m.a. áburðarskorti eða illgresi. Með í för verður Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku sem hefur áralanga reynslu í ráðgjöf til bænda í þessum efnum. 
Lesa meira

Kynbótasýning í tengslum við Fjórðungsmót á Fljótsdalshéraði

Austfirðingar hafa í samráði við RML ákveðið að bjóða upp á hefðbundna kynbótasýningu í tengslum við Fjórðungsmótið á Stekkhólma 6. til 9. júlí. Reiknað er með að dómar verði 5. og 6. júlí og yfirlitssýning föstudeginum 7. júlí. Opnað var á skráningar á sýninguna í dag 7. júní og verður opið fyrir skráningar til miðnættis sunnudaginn 25. júní. Það verða því engar fjöldatakmarkanir eða einkunnalágmörk eins og venja er á Fjórðungsmótum. Þessi kynbótasýning er öllum opin hvar svo sem eigendur eru búsettir á landinu.
Lesa meira

Skráning á seinni viku á Hólum framlengd til 11.06.

Skráning á seinni kynbótasýningarvikuna á Hólum hefur verið framlengd til og með 11.06.n.k. Lagt verður upp með að dæma á miðvikudag 21.06. og yfirlit á fimmtudag 22.06. Ef fjöldi skráðra hrossa fyrir yfir 30+ þá verður bætt dómadegi framan við (þriðjudegi).
Lesa meira

Áhrif langvarandi vætutíðar og/eða stórrigninga á tún og flög: Áburðartap og þjöppun jarðvegs.

Slæmt tíðarfar hefur verið á Suður- og Vesturlandi þetta vorið og langvarandi vætutíð með stórrigningum sett svip sinn á vorið í þessum landshlutum. Við slíkar aðstæður er vont að setja út lambær, vinnu í flögum og seinkar vegna ófærðar og búast má við að áburðarefni tapist þar sem dreift var á ræktarland snemma í vor. Hafi áburður verið borinn á áður en stórrigning á sér stað eða fyrir langvarandi vætutíð er líklegt að skaði hafi orðið, hvort sem það sé tilbúinn áburður eða búfjáráburður. Þá geti verið skynsamlegt að bregðast við því með t.d. auka áburðargjöf svo uppskera verði næg. Það er mikilvægt að hafa í huga að skaðleg áhrif langvarandi vætutíðar geta verið mismunandi því þættir eins og jarðvegsgerð, halli lands, framræsla lands, tímalengd úrkomu og magn úrkomu hafa úrslitaáhrif.
Lesa meira

Kynbótasýningar hefjast í næstu viku

Minnum á að dómstörf hefjast stundvíslega kl. 8:00 en ekki kl. 9:00 eins og misritaðist í hollaröðunum sem var áður búið að birta. Þær hafa nú verið leiðréttar. Vinsamlegast mætið tímanlega svo hægt sé að hefja mælingar rétt fyrir kl. 8:00. Sjáumst hress.
Lesa meira

Möguleiki á fyrirframgreiðslu á hluta styrks vegna kornræktar

Athygli er vakin á því að í gær var opnað fyrir umsóknir um jarðræktarstyrki og landgreiðslur í afurð.is. Almennur umsóknarfrestur er til 1. október en kornræktendur sem skrá sáningu á korni í Jörð.is og skila þar jarðræktarskýrslu og gera umsókn í afurð.is með þeim upplýsingum fyrir 15. júní geta fengið fyrirframgreiðslu vegna kornræktar í samræmi við umsókn sem miðast að jafnaði við 25% af einingaverði á hektara jarðræktarstyrks ársins á undan. Bændur sem vilja nýta sér þessa fyrirframgreiðslu þurfa síðan að muna eftir að uppfæra jarðræktarskýrsluna í Jörð.is með upplýsingum um alla ræktun og uppskorin tún og sækja aftur um í afurð fyrir 1. október. Eins og ávallt eru ráðunautar RML tilbúnir að aðstoða bændur við skráningar og hnitun ræktunarspildna í Jörð.is.
Lesa meira

Röðun hrossa á Gaddstaðaflötum 12. til 16. júní.

Röðun hrossa á kynbótasýningunni á Gaddstaðaflötum vikuna 12.-16. júní hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 12. júní kl. 8:00. Alls eru 128 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu föstudaginn 16. júní. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira