Fréttir

Arfgerðargreiningar lamba vorið 2023

Á komandi vori eru bændur hvattir til þess að taka sýni úr lömbum sem geta borið áhugaverðar arfgerðir m.t.t. riðumótstöðu. Mikilvægt er að fylgja eftir notkun á hrútum með verndandi eða hugsanlega verndandi arfgerðir. Sérstök áhersla er á að greina sem allra flest þeirra lamba sem gætu borið ARR eða T137. Því mun þróunarsjóður sauðfjárræktarinnar styrkja sérstaklega greiningar á þeim lömbum.
Lesa meira

Samantekt á verði og framboði á sáðvöru 2023

Nú er kominn sá tími að huga þarf að sáðvörukaupum fyrir vorið. Við hjá RML höfum tekið saman framboð fræsala af sáðvöru líkt og undanfarin ár og er komið yfirlit yfir það á vefinn. Ýmislegt er í boði en við áréttum mikilvægi þess að kynna sér vel hugsanlegan mun á yrkjum einstakra tegunda enda getur verið mikill munur á frammistöðu þeirra þó þau tilheyri sömu tegundinni. 
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun kúabúa fyrir árin 2019-2021. Í apríl mun verða haldinn kynningarfundur á netinu um niðurstöður verkefnisins. Tímasetning á þeim fundi verður auglýst síðar - sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Nýtt skýrsluhaldsár hefst 1. apríl

Rétt er að minna á að nýtt skýrsluhaldsár í hrossarækt hefst 1. apríl ár hvert í WorldFeng. Eftir þann tíma er ekki hægt að skrá það sem tilheyrir síðastliðnu ári inni í heimaréttinni. Ræktendur er hvattir til að skoða heimaréttina sína og athuga hvort allt sé frágengið fyrir árið 2022. Er búið að skrá folöldin, fang, geldingar og afdrif?
Lesa meira

Pokar fyrir sýni úr nautkálfum

RML hefur látið gera poka til þess að nota fyrir sýni úr nautkálfum sem koma til greina á Nautastöðina á Hesti. Pokarnir eru merktir þannig að skýrt sé að um forgangssýni er að ræða og með þessu vonumst við til að hægt verði að stytta ferilinn frá því að nautkálfur fæðist og þar til bóndi fær svar við hvort kaupa eigi kálfinn eða ekki. Ráðunautar RML eru þessa dagana að dreifa pokunum samhliða kúaskoðun en auk þess er hægt að fá þá á starfsstöðvum RML á Hvanneyri, Sauðárkróki, Akureyri, Egilsstöðum og Selfossi.
Lesa meira

Prentun á vorbókum 2023

Ágætu skýrsluhaldarar í sauðfjárrækt.  Eins og fram hefur komið stendur til að taka vor- og haustbækur í allsherjar yfirhalningu með það að markmiði að birta ýmsar nýjar upplýsingar sem eru nú til staðar um gripina en koma ekki fram í bókunum og koma til móts við hugmyndir um frekari gagnasöfnun, til dæmis til að leggja mat á fleiri eiginleika í sauðfjárrækt. 
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum febrúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar að liðnum febrúarmánuði, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 13. mars. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 468 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.201,2 árskúa á fyrrnefndum 468 búum var 6.345 kg
Lesa meira

Skýrsla um kyngreint sæði

Komin er út skýrsla um kyngreint sæði í íslenskri nautgriparækt sem var unnin af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins en Þróunarsjóður nautgriparæktarinnar styrkti verkefnið. Höfundur skýrslunnar er Guðmundur Jóhannesson. Í skýrslunni er reynt að gera grein fyrir því hvað kyngreint sæði er, hvernig staðið er að framleiðslu þess og notkun og svo möguleikum og áskorunum við að innleiða það á Íslandi.
Lesa meira

Stóðhestaval

Mikinn fróðleik er að finna inni í upprunaættbók íslenska hestsins, Worldfengur.com, s.s. upplýsingar um einstaklinga, ætterni þeirra og mat á byggingu og kostum þeirra á kynbótasýningum. Kynbótamatið sem endurspeglar gæði hrossa til framræktunar byggir einmitt á slíkum upplýsingum, bæði á einstaklingnum sjálfum og öllu skylduliði hans.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2023, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars. Þeir sem vilja nýta sér aðstoð RML við umsóknirnar eru hvattir til að hafa samband sem fyrst, enda tíminn fljótur að líða og lokadagsetningar mættar á svæðið áður en hendi er veifað!
Lesa meira