Fréttir

Hrossaræktarfundir næstu daga

Næstu daga munu Elsa Albertsdóttur ræktunarleiðtogi íslenska hestsins hjá RML og Nanna Jónsdóttir formaður fagráðs í hrossarækt og deildar hrossabænda Bændasamtaka Íslands fara í fundarferð um landið.
Lesa meira

Rekstur sauðfjárbúa 2019-2021

Út er komin skýrsla frá RML um rekstur og afkomuþróun sauðfjárbúa fyrir árin 2019-2021. Sú skýrsla er unnin út frá rekstrargögnum samtals 185 sauðfjárbúa af landinu öllu. Innlagt dilkakjöt þátttökubúanna var 25,6% af heildarframleiðslu dilkakjöts árið 2021. Það hlutfall, ásamt samanburði á gögnum frá fyrra ári, bendir til að gögnin gefi góða mynd af stöðu og þróun í greininni.
Lesa meira

Bógkreppa – sýnataka

Líkt og fram kom á fagfundi sauðfjárrræktarinnar 13. apríl sl. í erindi Sæmundar Sveinssonar hjá Matís er nú unnið að því að þróa próf fyrir bógkreppu en rannsóknir á þessum erfðagalla standa yfir. Að þessu verkefni vinna RML, Matís og Keldur í samstarfi við AG-Research í Nýja-Sjálandi.
Lesa meira

Galli, Viddi og Brúnastaðir – verðlaunaveitingar á fagfundi

Á fagfundi sauðfjárræktarinnar þann 13. apríl sl. fór fram verðlaunaafhending fyrir besta sauðfjárræktarbúið og bestu hrúta sæðingastöðvanna. Besti lambafaðir sæðingastöðvanna haustið 2022 var valinn Galli 20-875 frá Hesti. Besti alhliða kynbótahrútur stöðvanna, sem á orðið dætur tilkomnar úr sæðingum með tveggja ára reynslu, var valinn Viddi 16-820 frá Gufudal-Fremri.
Lesa meira

DNA-sýni kynbótahrossa 2023

Nú styttist óðfluga í fyrstu kynbótasýningar vorsins 2023 og vert að hvetja ræktendur sérstaklega til að huga vel að þeim kröfum sem gerðar eru til DNA-sýna og ætternisstaðfestingar kynbótahrossa. Enn fremur minna á að tryggast og best er að taka sýnin tímanlega þannig að niðurstaða sýna liggi fyrir við kynbótadóm.
Lesa meira

Notendur Fjárvís og Heiðrúnar athugið

Vegna uppfærslu á Fjárvís og Heiðrúnu munu kerfin liggja niðri frá kl 9-12 á morgun þriðjudaginn 18. apríl. Áætlað er að skýrsluhaldskerfin verði aftur komin í fulla virkni eftir hádegi á morgun. Beðist er velvirðingar á þeim óþægindum sem þetta gæti haft í för með sér.
Lesa meira

Breytingar á verðskrá RML frá og með 15. apríl

Verðskrá RML tekur breytingum frá og með 15 apríl. Breytingar á verðskrá vegna ráðgjafarvinnu til bænda og vegna kynbótasýninga hrossa er skv. 3 mgr. 3gr. laga nr 70/1998 með síðari breytingum háð samþykki matvælaráðuneytis. Verðskránni hefur verið breytt og má sjá uppfærð verð á verðskrá RML hér Verðskrá vegna forrita hefur einnig tekið breytingum og má sjá verðskránna hér.
Lesa meira

Rekstur kúabúa 2019-2021 - Netfundur

Þriðjudaginn 18. apríl næstkomandi mun Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins halda fjarfund til kynningar á skýrslu um rekstur kúabúa 2019-2021. Fundurinn verður haldinn klukkan 13.30 og verður á Teams. Fundurinn er opinn og hvetjum við alla sem áhuga hafa til að mæta.
Lesa meira

Fagfundur sauðjárræktarinnar 13. apríl – tengill á útsendingu

Fagfundur sauðfjárræktarinnar verður haldinn í Ásgarði á Hvanneyri fimmtudaginn 13. apríl og hefst kl. 10. Þeir sem ekki sjá sér fært að mæta geta fylgst með erindum í genum beint streymi.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn marsmánuð

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok marsmánaðar, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast að hluta á skilum eins og þau voru nokkru fyrir hádegi þann 11. apríl en hvað varðar mjólkurframleiðsluhlutann, þá hafa þær verið uppfærðar og sá hluti miðaður við stöðuna eftir hádegi þann 12. apríl. Þegar niðurstöðurnar voru endurreiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 465 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 125 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.342,8 árskúa á fyrrnefndum búum var 6.344 kg. eða 6.366 kg. OLM
Lesa meira