Fréttir

Léttur burður hjá dönskum Angus-kúm

Á ráðstefnu Dansk Kvæg sem haldin var í Danmörku í lok febrúar 2014 voru haldin mörg áhugaverð erindi. Eitt þeirra var erindi eftir landsráðunaut nautakjötsframleiðenda Jörgen Skov Nielsen. Í erindinu fór hann yfir stöðu mála á þessu sviði í Danmörku.
Lesa meira

Sýningagjöld á kynbótasýningum 2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur samþykkt tillögu fagráðs í hrossarækt að gjaldskrá fyrir kynbótasýningar. Gjaldskráin tekur strax gildi og verða sýningargjöld sumarið 2014 innheimt samkvæmt henni, fyrir fullnaðardóm 20.500 kr. og fyrir byggingar/hæfileikadóm 15.500 kr.
Lesa meira

Norskur fóðurráðgjafi í heimsókn á Íslandi

Undanfarna viku hefur hinn norski fóðurfræðingur Jon Kristian Sommerseth verið í heimsókn á Íslandi á vegum RML. Hann starfar sem fóðurráðgjafi hjá Tine í Noregi og hefur þessa viku ferðast um Ísland og unnið með íslenskum fóðurráðunautum.
Lesa meira

Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna

Bændasamtök Íslands hafa auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Sérstakar reglur gilda um styrkina og eru þær aðgengilegar á vefnum bondi.is. Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bændasamtaka Íslands í síma 563 0300.
Lesa meira

Mjólkurvörur úr sauðamjólk

Landssamtök sauðfjárbænda hafa sett af stað verkefnið "Sauðamjólk" í samvinnu við RML og Matís. Tilgangur þess er að hvetja til aukinnar sauðamjólkurframleiðslu og stuðla að auknu framboði afurða úr henni.
Lesa meira

Myndbönd um mikilvægi íslensks landbúnaðar

Um helgina fer fram aðalfundur Samtaka ungra bænda í Úthlíð í Biskupstungum. Af því tilefni hafa samtökin frumsýnt 2 ný myndbönd um mikilvægi íslensks landbúnaðar.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Kirkjubæjarklaustri

Miðvikudaginn 26. mars verður haldinn fræðslufundur á Hótel Klaustur á Kirkjubæjarklaustri kl. 13.30 um fóðrun mjólkurkúa til aukinnar framleiðslu með hærri verðefnum. Á fundinn mæta Jóna Þórunn Ragnarsdóttir frá RML og fer yfir helstu þætti er varðar fóðrun til afurða og hærri verðefna í mjólk.
Lesa meira

Tilboðsmarkaður með greiðslumark í mjólk

Við minnum á að næsti markaður með greiðslumark í mjólk fer fram þann 1. apríl n.k. Tilboðum um kaup eða sölu skal skila til Matvælastofnunar í síðasta lagi þann 25. mars n.k. Nánari upplýsingar er að finna á upplýsingasíðu Matvælastofnunar um tilboðsmarkað með greiðslumark mjólkur, þ.m.t. hvernig skal skila inn tilboðum og hvaða gögn þurfa að fylgja. Þar má jafnframt nálgast kaup- og sölueyðublöð.
Lesa meira

Þjónusta fyrir sauðfjárbændur

Sauðfjárræktarráðunautar RML hafa undanfarið unnið að gerð nokkurra ráðgjafarpakka í sauðfjárrækt. Fyrsti pakkinn sem er þjónustupakki hefur nú litið dagsins ljós, en markmið hans er að veita bændum grunnþjónustu á hagstæðu verði sem bæði felur í sér faglegar leiðbeiningar og aðstoð eða vöktun við ýmislegt sem bændur þurfa að standa skil á.
Lesa meira

Aðilaskipti að greiðslumarki í mjólk nú leyfð þrisvar á ári

Í lok síðustu viku gaf sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra út breytingu á breytingu á reglugerð nr. 190/2011 um markaðsfyrirkomulag við aðilaskipti að greiðslumarki mjólkur á lögbýlum. Í breytingunni felst að markaðsdögum er fjölgað í þrjá á ári, frá og með yfirstandandi verðlagsári. Þannig verða tveir markaðsdagar fyrir aðilaskipti innan verðlagsársins, þann 1. apríl og 1. september, og einn markaðsdagur fyrir aðilaskipti sem taka gildi á næsta verðlagsári, þann 1. nóvember.
Lesa meira