Fréttir

Skýrsluhald í sauðfjárrækt 2013 - meðalverðslíkan

Uppgjöri sauðfjárræktarinnar fyrir árið 2013 lauk að mestu fyrir mánuði síðan. Í mörg ár hefur einungis tíðkast að birta niðurstöður þess sem afurðir eftir kind, reiknaðar í kílóum kjöts. Nú hafa skýrsluhaldsgögnin verið greind með meðalverðslíkani til að skoða áhrif einstakra þátta á meðalverð og þá afurðir, taldar í krónum eftir hverja vetrarfóðraða á.
Lesa meira

Áttu stóðhest sem ætlunin er að fara með á kynbótasýningu?

Þá er rétt að huga tímalega að því að taka DNA-sýni úr honum og foreldrum hans því stóðhestar fá ekki dóm nema að hafa sannað ætterni. Hægt er að panta sýnatöku í síma 516-5000 eða senda tölvupóst á rml@rml.is. Þó svo búið sé að taka stroksýni úr nös á stóðhesti þarf einnig að taka blóðsýni úr honum ef hann er 5 vetra eða eldri. Blóðsýni eru geymd en stroksýnum er hent um leið og þau hafa verið greind.
Lesa meira

Gæðastýrt afurðaskýrsluhald nautgriparæktarinnar - kýrsýnaskil

Nú er fyrsti fjórðungur ársins 2014 senn á enda. Ef mjólkurframleiðendur ætla að tryggja sér rétt til þess að fá greitt gæðastýringarálag fyrir þann fjórðung þurfa þeir að hafa skilað sýnum úr mjólk einstakra kúa (kýrsýnum) tvívegis á þeim tíma. Einnig þurfa allar mjólkurskýrslurnar að hafa skilað sér 10. dags mánaðarins eftir mælingarmánuð.
Lesa meira

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa - Egilsstöðum

Fræðslufundur um fóðrun mjólkurkúa verður haldinn í Fjóshorninu á Egilsstöðum þriðjudaginn 1. apríl kl. 13.00. Farið verður yfir helstu þætti er varða fóðrun til afurða og meiri verðefna í mjólk. Sérstök áhersla verður lögð á sumarbeit og nýtingu grænfóðurs.
Lesa meira

Fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði

Einn af þeim ráðgjafarpökkum sem sauðfjárbændum stendur til boða inniheldur ráðgjöf varðandi fjárhúsbyggingar og vinnuhagræði. Markmiðið með honum er að veita ráðgjöf um breytingar á aðstöðu eða við hönnun nýbygginga fyrir sauðfé. Umsjón með þessu verkefni hefur ráðunauturinn, bóndinn og húsasmiðurinn Sigurður Þór Guðmundsson.
Lesa meira

Hefurðu náð lífeyrisaldri?

Tryggingastofnun sendir þessa dagana út bréf til landsmanna, sem eru eldri en 70 ára en hafa ekki sótt um lífeyri, til að vekja athygli þeirra á mögulegum lífeyrisréttindum. Samkvæmt upplýsingum úr kerfum Tryggingastofnunar hafa um 1500 manns, 70 ára og eldri, ekki sótt um ellilífeyri hjá Tryggingastofnun þó réttur til greiðslna sé hugsanlega fyrir hendi.
Lesa meira

Léttur burður hjá dönskum Angus-kúm

Á ráðstefnu Dansk Kvæg sem haldin var í Danmörku í lok febrúar 2014 voru haldin mörg áhugaverð erindi. Eitt þeirra var erindi eftir landsráðunaut nautakjötsframleiðenda Jörgen Skov Nielsen. Í erindinu fór hann yfir stöðu mála á þessu sviði í Danmörku.
Lesa meira

Sýningagjöld á kynbótasýningum 2014

Atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið hefur samþykkt tillögu fagráðs í hrossarækt að gjaldskrá fyrir kynbótasýningar. Gjaldskráin tekur strax gildi og verða sýningargjöld sumarið 2014 innheimt samkvæmt henni, fyrir fullnaðardóm 20.500 kr. og fyrir byggingar/hæfileikadóm 15.500 kr.
Lesa meira

Norskur fóðurráðgjafi í heimsókn á Íslandi

Undanfarna viku hefur hinn norski fóðurfræðingur Jon Kristian Sommerseth verið í heimsókn á Íslandi á vegum RML. Hann starfar sem fóðurráðgjafi hjá Tine í Noregi og hefur þessa viku ferðast um Ísland og unnið með íslenskum fóðurráðunautum.
Lesa meira

Bændasamtök Íslands auglýsa eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna

Bændasamtök Íslands hafa auglýst eftir umsóknum um styrki til þróunarverkefna í sauðfjárrækt og nautgriparækt. Sérstakar reglur gilda um styrkina og eru þær aðgengilegar á vefnum bondi.is. Aðeins er tekið við umsóknum á þar til gerðum eyðublöðum. Nánari upplýsingar eru veittar á skrifstofu Bændasamtaka Íslands í síma 563 0300.
Lesa meira