Fréttir

Skeljasandur og kölkun

Nú er ljóst að Sementsverksmiðjan hf. á Akranesi er hætt að framleiða sement. Verksmiðjunni mun væntanlega verða lokað í vor og þar með verður skeljasandsþrónni á Akranesi skilað til bæjarins fyrir vorið. Því liggur fyrir að ekki verður hægt að fá skeljasand á Akranesi lengur.
Lesa meira

Hæst stiguðu lambhrútar og hæstu búsmeðaltöl fyrir bakvöðvaþykkt gimbra 2013

Í ár voru skoðaðir rúmlega 15 þúsund lambhrútar á öllu landinu samkvæmt skráðum dómum í Fjárvís.is. Í töflu 1 er samanburður á meðaltölum milli áranna 2013 og 2012. Líkt og þar kemur fram voru lömbin léttari og holdminni í ár en samt ber að hafa í huga að árið 2012 var metár í vænleika.
Lesa meira

Fréttir af Fjárvís

Upp á síðkastið hefur borið á ýmsum vandræðum í skýrsluhaldsforritinu Fjárvís en þau koma til af nokkrum ástæðum. Sú helsta var netárás tölvuhakkara sem miðaði að því hægja á kerfinu. Meðal annars orsökuðu þessi vandræði að illa gekk að skrá sæðingar á ám og einnig að mikið var um villuboð í kerfinu. Reynt hefur verið laga þetta og vonandi virkar kerfið ágætlega núna hjá flestum aðilum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2013

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í nóvember 2013 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. desember var búið að skila skýrslum nóvembermánaðar frá 91% hinna 584 búa sem skráð eru í skýrsluhaldið. Reiknuð meðalnyt 20.781,8 árskúa var 5.649 kg síðastliðna 12 mánuði sem er 3 kg meira en við lok október.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn kominn af stað á Suðurlandi og í Skagafirði

Um síðustu mánaðamót voru haldnir fyrstu fundirnir í Sauðfjárskólanum en hann felst annars í sjö fræðslufundum um sauðfjárrækt á einu ári. Sauðfjárskólinn er nú haldinn fyrir sauðfjárbændur í Skaftafellssýslum, Rangárvallasýslu, Árnessýslu og Skagafirði. Þátttakendur koma frá 88 sauðfjárbúum og koma gjarnan tveir, jafnvel þrír aðilar frá hverju búi.
Lesa meira

Lena Johanna Reiher er komin til starfa

Lena Johanna Reiher ráðunautur RML hefur nú hafið störf eftir fæðingarorlof. Hún mun starfa á starfsstöðinni á Hvanneyri og til að byrja með verður hún í 50% starfi. Lena mun starfa í faghópi ráðunauta og mun hún að mestu leyti sinna verkefnum sem tengjast fóðuráætlanagerð.
Lesa meira

Áburðarverð lækkar á milli ára

Nú hefur einn af áburðarsölunum gefið út verðskrá sína fyrir árið 2014 en það var Sláturfélag Suðurlands sem reið á vaðið og kynnti verð og framboð á Yara-áburði. Búið er að uppfæra upplýsingar varðandi þetta í Jörð.is og verður samsvarandi gert þegar upplýsingar frá öðrum áburðarsölum verða kynntar.
Lesa meira

Ný reynd naut að koma til notkunar

Fagráð í nautgriparækt fundaði að Hesti í gær og ákvað úr hvaða reyndu nautum sæði verði í dreifingu næstu mánuði. Nýtt kynbótamat var keyrt núna í lok nóvember og á grundvelli þess var ákveðið að taka fimm ný naut til notkunar sem reynd naut, tvö fædd árið 2007 og þrjú fædd árið 2008. Þetta eru Keipur 07054 frá Þorvaldseyri, Blámi 07058 frá Bláfeldi, Laufás 08003 frá Stóru-Tjörnum, Drengur 08004 frá Vatnsenda og Blómi 08017 frá Heggsstöðum.
Lesa meira

Elin Nolsøe Grethardsdóttir komin til starfa

Elin Nolsøe Grethardsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa í faghópi nautgriparæktar og hafa starfsaðstöðu á Búgarði á Akureyri. Til að byrja með mun Elin sinna verkefnum sínum í hlutastarfi frá Færeyjum en í febrúar mun hún koma í fullt starf á starfsstöðina á Akureyri. Best er að hafa samband við Elinu til að byrja með í gegnum netfangið hennar elin@rml.is.
Lesa meira

Prentun vorbóka og vinnsla kynbótamats

Vorbækur 2014, frá þeim skýrsluhöldurum sem hafa gengið frá uppgjöri vegna ársins 2013, munu fara í prentun núna í vikunni. Vorbækur verða aftur prentaðar um miðjan desember en síðan ekki fyrr en í janúar. Þeir skýrsluhaldarar sem vilja fá gula vorbók fyrir jól eru því hvattir til að skila skýrslunum fyrir 15. desember nk.
Lesa meira