Erlendu lánin hagstæðari þegar upp er staðið
05.04.2013
Þeir bændur sem tóku lán í erlendri mynt fyrir hrun standa betur í dag heldur en þeir sem tóku verðtryggð lán í íslenskum krónum á sama tíma. Þetta segir Ólafur Þór Þórarinsson, ráðgjafi hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Búnaðarsambandi Suðurlands, í samtali við Morgunblaðið í dag. Þegar erlendu lánin hækkuðu gríðarmikið eftir hrun gátu bændur líkt og aðrir sem eru í rekstri gjaldfært hækkunina, eða gengismuninn. Hjá þeim betur stæðu komu gjöldin á móti hagnaði og hjá þeim verr stæðu voru búin rekin með tapi. Þessir bændur borguðu því minni eða engan tekjuskatt á þessum tíma. Þegar erlendu lánin voru síðan leiðrétt var leiðréttingin færð sem tekjur. Það veldur því að nú verða bændur sem eru réttu megin við strikið í rekstri sínum að borga tekjuskatt af leiðréttingunni.
Lesa meira