Bestu nautin í árgangi 2005 verðlaunuð
19.04.2013
Á ársfundi Fagráðs í nautgriparækt sem haldinn var að Gauksmýri í Húnaþingi fimmtudaginn 18. apríl s.l. voru afhent verðlaun fyrir besta nautið fætt árið 2005. Að þessu sinni hlutu tvö naut þessa nafnbót og er það í fyrsta sinn sem það gerist frá því að þessi verðlaun voru fyrst veitt. Þau naut sem nafnbótina hlutu eru Vindill 05028 frá Ytri-Tjörnum í Eyjafirði og Birtingur 05043 frá Birtingaholti 1 í Hrunamannahreppi.
Lesa meira