Fréttir

Verð á mjólk umfram greiðslumark hækkar

Stjórnir Auðhumlu og Mjólkursamsölunnar hafa samþykkt hækkun á verði mjólkur umfram greiðslumark þannig að frá 1. apríl–30. júní 2013 verða greiddar 42 kr. á lítra sem svara til 2% af greiðslumarki hvers og eins og 36 kr. á lítra fyrir aðra umframmjólk.
Lesa meira

Fóðurblandan lækkar kjarnfóðurverð

Fóðurblandan hefur tilkynnt um lækkun á verði kjarnfóðurs um allt að 5%, mismunandi eftir tegundum. Að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu er ástæðan styrking íslensku krónunnar og lækkun á hráefnum til fóðurgerðar erlendis.
Lesa meira

Niðurstöður jarðræktarrannsókna 2012

Rit LbhÍ nr. 44, Jarðræktarrannsóknir 2012, er komið út á rafrænu formi. Í ritinu eru allar helstu niðurstöður jarðræktarrannsókna við Landbúnaðarháskóla Íslands auk yfirlits um tíðarfar á landinu á árinu 2012. Þá eru birtar helstu veðurtölur á tilraunastöðvunum Korpu og Möðruvöllum. Greinum í ritinu er raðað eftir efnisflokkum. Fyrirferðamestu tilraunirnar á árinu 2012 voru tegunda- og yrkjaprófanir í grasi og smára og byggtilraunir voru einnig umfangsmiklar, þar sem prófaður var kynbótaefniviður byggs auk þess sem yrki voru prófuð.
Lesa meira

Verð á greiðslumarki hækkar

Matvælastofnun hefur birt niðurstöður uppboðsmarkaðar með greiðslumark í mjólk þann 1. apríl 2013. Niðurstöðurnar eru þær að verð á greiðslumarki hefur hækkað um 15 kr/lítra frá því á síðasta markaði þann 1. nóvember 2012. Þetta er 4,9% hækkun á 6 mánuðum og á ársgrundvelli þá næstum því 10%. Alls bárust Matvælastofnun 68 tilboð um kaup eða sölu á greiðslumarki. Þannig buðu 10 aðilar 711.781 lítra til sölu en 57 aðilar óskuðu eftir 2.624.697 lítrum til kaups.
Lesa meira

Afkvæmadómur nauta fæddra 2006

Afkvæmadómi nauta fæddra 2006 lauk í vetur og eru yfirlit, umsagnir og ýmsar tölulegar upplýsingar sem liggja til grundvallar nú komnar á vefinn hjá okkur. Nautaárgangurinn 2006 var fremur lítill árgangur en alls voru afkvæmarannsökuð 22 naut. Faðerni þessara nauta var nokkuð dreift þó tvö naut ættu þar flesta syni, Fontur 98027 sem átti 8 syni og Umbi 98036 sem átti 6 syni. Önnur naut sem áttu syni í þessum árgangi voru Stígur 97010 sem átti 3 syni, Glanni 98026 átti 2 og þeir Teinn 97001, Hersir 97033 og Þrasi 98052 áttu einn hver.
Lesa meira

Óvissustig vegna Heklu í gildi

Enn er í gildi óvissustig vegna Heklu. Engir atburðir hafa átt sér stað, sem benda til að eldgos sé yfirvofandi en í samráði við Veðurstofu Íslands verður áfram fylgst með þróun mála. Að óbreyttu verður staðan endurmetin í næstu viku. Þetta kemur fram í tilkynningu frá almannavörnum. Veðurstofan og Almannavarnadeild Ríkislögreglustjóra standa vaktina yfir páskahátíðina og upplýsa almenning ef eitthvað nýtt kemur í ljós.
Lesa meira

Ný lög um velferð dýra og búfjárhald

Lög um búfjárhald og lög um velferð dýra voru samþykkt á Alþingi í gær. Meðal nýmæla í lögum um velferð dýra er krafa um að hver sá sem hefur dýr í umsjá sinni búi yfir eða afli sér grunnþekkingar á þörfum og umönnun viðkomandi dýrategundar. Ekki er gerð sú krafa að um sé að ræða víðtæka þekkingu heldur einungis lágmarksþekkingu sem vænta má að geri viðkomandi aðila færan um að uppfylla lágmarkskröfur laganna varðandi umönnun dýra. Gert er ráð fyrir að þeir eigendur búfjár sem nú þegar hafa staðist búfjáreftirlit og eftirlit héraðsdýralækna teljist hafa nægjanlega grunnþekkingu.
Lesa meira

Lífland lækkar kjarnfóðurverð

Lífland hefur tilkynnt um lækkun á verði kjarnfóðurs. Hún nemur allt að 5% og er mismikil eftir tegundum. Þannig lækkar Góðnyt K-16, kjarnfóður með 16% próteini, um 2,5% svo dæmi sé tekið. Ástæða verðbreytinganna er lækkun á heimsmarkaðsverði hráefna til fóðurgerðar að því er fram kemur í tilkynningu frá fyrirtækinu.
Lesa meira

Breytingar á lánareglum Lífeyrissjóðs bænda

Á stjórnarfundi Lífeyrissjóðs bænda þann 28. febrúar 2013 var samþykkt að breyta vöxtum þannig að vextir nýrra lána með ákvæðum um fasta vexti verða 4,2% og breytilegir vextir lána sjóðsins verða 3,75%, með gildistöku 15. mars 2013.
Lesa meira

Upplýsingar um tvö ný ungnaut

Nú eru komnar inn upplýsingar um tvö ný ungnaut úr 2011 árgangi nauta á vef nautaskráarinnar (www.nautaskra.net). Þetta eru nautin Bryti 11070 frá Akurey 2 í V-Landeyjum undan Gylli 03007 og Búbót 580 Stígsdóttur 97010 og Kjarni 11079 frá Seljatungu í Flóa undan Ófeigi 02016 og Seríu 313 Laskadóttur 00010. Bryti er sammæðra Skjá 10090.
Lesa meira