12.03.2013
Útflutningur á heyi nam á síðasta ári tæpum 1.708 tonnum sem er 364 tonnum eða 27% meira en árið 2011. Til samanburðar nam útflutningur á heyi um 306 tonnum árið 2006 og hefur heyútflutningur því tæplega sexfaldast á sjö árum. Þetta kemur fram í Morgunblaðinu í dag.
Í fyrra fóru 95% af útfluttu heyi til Færeyja eða 1.623 tonn, 59 tonn voru flutt til Hollands, 12 tonn til Frakklands og 14 tonn til Belgíu. Samkvæmt upplýsingum frá Matvælastofnun voru 103 tonn flutt til Danmerkur, en engar upplýsingar um það fundust hjá Hagstofunni. Líklegasta skýringin er talin vera sú að heyið hafi farið í gegnum Færeyjar til Danmerkur og komi því fram í gögnum um útflutt hey þangað.
Lesa meira