Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar komnar á vefinn
11.03.2013
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hafa verið birtar á vef okkar.
Niðurstöðurnar fyrir febrúar miðast við lok mánaðarins og upplýsingarnar voru sóttar í skýrsluhaldskerfið Huppu eins og staðan var á miðnætti þ. 10 mars. Þá höfðu 95% hinna 585 skýrsluhaldara skilað mjólkurskýrslum.
Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.465,5 árskýr mjólkuðu 5.637 kg á síðustu 12 mánuðum og eru það nánast sömu afurðir og við síðasta uppgjör en þá reiknuðust afurðirnar 5.634 kg. Mesta meðalnyt árskúa reiknaðist á búi Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós, sama búinu og undanfarna mánuði. Þar var meðalnyt árskúnna 7.939 kg.
Lesa meira