Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar komnar á vefinn

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar fyrir febrúar miðast við lok mánaðarins og upplýsingarnar voru sóttar í skýrsluhaldskerfið Huppu eins og staðan var á miðnætti þ. 10 mars. Þá höfðu 95% hinna 585 skýrsluhaldara skilað mjólkurskýrslum. Helstu niðurstöðurnar eru þær að 21.465,5 árskýr mjólkuðu 5.637 kg á síðustu 12 mánuðum og eru það nánast sömu afurðir og við síðasta uppgjör en þá reiknuðust afurðirnar 5.634 kg. Mesta meðalnyt árskúa reiknaðist á búi Guðmundar og Svanborgar í Miðdal í Kjós, sama búinu og undanfarna mánuði. Þar var meðalnyt árskúnna 7.939 kg.
Lesa meira

Fyrsta tölublað Freyju á þessu ári komið út

Í gær kom út fyrsta tölublað búnaðarblaðsins Freyju árið 2013. Í blaðinu kennir ýmisa grasa að vanda. Fjallað er um nýliðun í nautgripa- og sauðfjárrækt og tveir landsþekktir veðurfræðingar gera illviðrinu 10. og 11. september 2012 góð skil. Katrín H. Andrésdóttir og Jóhannes Sveinbjörnsson taka síðan upp þráðinn þaðan sem frá var horfið í síðasta blaði, svo eitthvað sé nefnt.
Lesa meira

Drukku 25 l af kaffi

Dagana 5. og 6. mars stóðu Landbúnaðarháskóli Íslands og Vinnueftirlitið fyrir vinnuverndar- og réttindanámskeiði fyrir bændur. Það var haldið á starfsstöð RML á Egilsstöðum.
Lesa meira

Námskeið í Jörð.is á Hvanneyri 15. mars

Námskeið í jarðræktarforritinu Jörð.is verður haldið í samstarfi við Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins og Búnaðarsamtök Vesturlands föstudaginn 15. mars nk. Farið verður yfir helstu þætti þess hvernig bændur geta nýtt sér vefforrritið til að halda utan um jarðræktarsögu búsins, útbúa áburðaráætlanir og nýta við verðsamanburð á milli áburðarsala.
Lesa meira

Búnaðarþing hefur tilnefnt í stjórn RML

Á búnaðarþingi sem lauk seint í gærkvöldi var meðal annars tilnefnt í nýja stjórn RML. Formaður stjórnarinnar er Eiríkur Blöndal en formaðurinn skal samkvæmt samþykktum Bændasamtaka Íslands vera sá aðili sem gegnir stöðu framkvæmdastjóra Bændasamtakanna hverju sinni.
Lesa meira

Heimasíða RML er komin í loftið

Ágæti lesandi! Vertu velkominn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins ( RML).
Lesa meira

Ný stjórn Bændasamtaka Íslands

Sindri Sigurgeirsson frá Bakkakoti er nýr formaður BÍ. Um tímamót að ræða hjá stjórn BÍ þar sem í fyrsta sinn í sögunni er meirihluti stjórnarinnar konur.
Lesa meira