Fréttir

Fundið fé - Rafrænir bæklingar

Nýlega lauk vinnu við þróunarverkefnið „Fundið fé“ sem unnið var af RML með stuðningi Matvælasjóðs um möguleika til skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og þar með bættri nýtingu aðfanga. Einn liður í afurðum verkefnisins var gerð rafrænna bæklinga um einstakar sviðsmyndir verkefnisins.
Lesa meira

Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofum RML

Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins sendir bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða. Skrifstofur RML verða lokaðar á Þorláksmessu, föstudaginn 23. desember. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum milli jóla og nýárs þ.e. 27.-30. desember en síminn er opinn samkvæmt venju 27. -30. desember og hægt að senda okkur tölvupóst á rml(hjá)rml.is Við opnum svo á nýju ári mánudaginn 2. janúar 2023. Hafið það gott yfir hátíðarnar. Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira

Alþjóðlegt rannsóknarverkefni tengt riðuveiki hlýtur styrk

Fyrir skemmstu kom í ljós að stórt Evrópuverkefni tengt rannsóknum á riðu með áherslu á riðuveiki á Íslandi hlaut veglegan styrk úr sjóðum Evrópusambandsins eða 190 miljónir. Aðilar að verkefninu eru rannsóknarstofur í Þýskalandi, Stóra-Bretlandi, Frakklandi, Spáni og Ítalíu.
Lesa meira

Skýrsluhald - heimarétt WorldFengs

Nú þegar líður að áramótum og allir eru búnir að skila haustskýrslu til Matvælaráðuneytisins er gott að huga að hvað er ógert varðandi skráningar í WorldFeng. Þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 3.299 folöld. Fjöldi fæddra folalda sem skráð hafa verið í WF síðustu ár hefur verið rétt innan við 6.000, þannig að talsvert á eftir að bætast við.
Lesa meira

Bændahópar – skráning er hafin á heimasíðu RML

RML mun bjóða upp á fyrstu tvo Bændahópana í febrúar næstkomandi en þeir hafa reynst mjög vel erlendis. Áhersla verður á jarðrækt og nýtingu áburðarefna. Hægt er að lesa nánar um fyrirkomulag og fleira í gegnum tengilinn hér að neðan.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir mjólkurlagni uppfært

Kynbótamat fyrir mjólkurlagi hefur verið uppfært en tekin voru út gögn í gær þegar drjúgur hluti gagna hafði skilað sér þar sem skiladagur skýrsluhaldins var 12. desember sl. Breytingarnar verða aðgengilegar og birtar í Fjárvís seinna í dag.
Lesa meira

"Fundið fé"

Skýrsla um niðurstöður verkefnis um fjölbreyttri framleiðsluaðferðir í sauðfjárrækt. Nýlega lauk verkefni sem RML hefur unnið að um möguleika til skilvirkari framleiðslu í sauðfjárrækt og þar með bættri nýtingu aðfanga. Settar voru upp þrjár mismunandi sviðsmyndir út frá þeirri tiltæku þekkingu sem til staðar er um lífeðlisfræðilega þætti íslenska fjárkynsins. Sviðsmyndirnar voru síðan greindar út frá ytra og innra umhverfi greinarinnar. Að lokum var gerð hagkvæmnigreining út frá þeim upplýsingum sem aflað var.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í nýliðnum nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 477 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.424,2 árskúa á búunum 477 var 6.327 kg. eða 6.416 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum 477 búum var 51,2.
Lesa meira

Örmerkinganámskeið í janúar 2023

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins áformar að halda örmerkinganámskeið í janúar 2023. Að námskeiði loknu geta þátttakendur sótt um leyfi til örmerkinga hrossa hjá Matvælastofnun, á grundvelli laga um velferð dýra. Námskeiðin verða haldin á þremur stöðum, verði þátttaka næg.
Lesa meira

Skýrsla um niðurstöður sæðinga holdakúa 2021

Skýrsla um niðurstöður sæðinga holdakúa 2021 hefur nú verið birt á vefnum. Í skýrslunni er ítarleg samantekt á sæðingarverkefninu sem fór fram árið 2021 á þremur holdakúabúum. Verkefnið var styrkt af Þrónuarfé nautgriparæktar og Búnaðarsamband Suðurlands og Búnaðarsamband Suður-Þingeyjarsýslu komu að kostnaði við sæðingar. RML þakkar bændum í Árbóti, Nýabæ og Hofsstaðaseli sérstaklega fyrir þátttökuna.
Lesa meira