Fréttir

Erfðamengisúrval: 77% kúabúa pantað DNA-merki

Sýnataka og greining vegna erfðamengisúrvals gengur vel þó tafir hafi orðið á afhendingu aðfanga/rekstrarvara til Matís. Við vinnum að því að bæta ferlana og ná þannig að stytta þann tíma sem tekur að fá niðurstöður frá því sýni er tekið. Nú hafa 378 bú pantað 22.104 DNA-merki. Þetta eru 77% af kúabúum landsins en það styttist í að eitt ár sé liðið frá því að DNA-merki stóðu til boða. Samkvæmt Huppu bíða nú 1.972 sýni greiningar en niðurstöður komnar fyrir samtals 17.169 gripi, þar af 4.738 frá því greiningar hófust hérlendis. Af þessum 4.738 sýnum eru 4.538 úr kvígum fæddum á árinu 2022.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

Eins og allir vita þá var námskeiðahald vandkvæðum bundið á meðan á Covid stóð. Námskeið í örmerkingum höfðu því legið niðri frá haustinu 2020. Nú hefur hins vegar verið bætt úr því og á síðustu vikum hafa verið haldin sex námskeið. Bóklegi hluti námskeiðanna fór fram á fjórum stöðum, Hvolsvelli þar sem haldin voru tvö námskeið annað í nóvember en hitt í janúar. Tvö námskeið voru á Blönduósi bæði í janúar, eitt á Hvanneyri í janúar og það síðasta var á Egilsstöðum 1. febrúar.
Lesa meira

Notendur Fjárvís athugið

Könnun fyrir notendur Fjárvís er nú aðgengileg inn á Fjárvís.is Könnunin er unnin í samvinnu við fagráð í sauðfjárrækt og með henni langar okkur að fá betri yfirsýn yfir notkun bænda á forritinu og hvaða áherslur þeir vilja sjá varðandi áframhaldandi þróun á því. Könnunin er aðgengileg öllum bændum sem eru með virkan aðgang að Fjárvís.
Lesa meira

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara

Námskeið fyrir nýja kynbótadómara verður haldið á vegum FEIF í mars. Af því tilefni auglýsum við eftir áhugasömum einstaklingum. Þær kröfur sem gerðar eru til menntunar eru BS-gráða í búvísindum, hestafræði eða dýralækningum, reynsla af þjálfun hrossa og að umsækjendur hafi lokið áfanga í kynbótadómum. Áhugasamir hafi samband við Elsu Albertsdóttur (elsa@rml.is) fyrir 7. febrúar nk.
Lesa meira

Fyrsta nautkálfahollið valið á grunni erfðamats

Í þessari viku voru teknir inn á Nautastöðina á Hesti sex nautkálfar, þeir fyrstu sem alfarið eru valdir á grunni erfðamats. Þessi sex kálfar voru valdir úr hópi 30 kálfa sem voru arfgreindir og reiknað erfðamat fyrir áður en endanlegt val fór fram. Um er að ræða hóp sem miklar væntingar eru gerðar til enda erfðamatið hátt, frá 112 upp í 117. Þær tölur geta og eiga eftir að breytast en gangi allt eftir er ljóst að þessir kálfar verða allir úrvalsgóð kynbótanaut nái þeir að gefa nothæft sæði sem aldrei er ljóst fyrr en til á að taka.
Lesa meira

Sauðfjárbændur athugið!

Uppfærslu vorbókarinnar í Fjárvískerfinu er ekki að fullu lokið og því verður enn einhver bið á því að vorbækur verði prentaðar og sendar bændum. Hins vegar mun því verða lokið tímanlega fyrir sauðburð. Ef þið teljið ykkur ekki hafa tíma til að bíða og viljið fá vorbók fljótt, þá er hægt að hafa samband við Sigurð Kristjánsson í tölvupósti á netfangið sk@rml.is eða í síma 516 5043 og panta vorbók.
Lesa meira

Starf ráðgjafa hjá RML

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðgjafa sem gæti sinnt fjölbreyttu ráðgjafar- og þróunarstarfi á sviði umhverfis og loftslagsmála.
Lesa meira

Rekstrarverkefni sauðfjárbænda „Betri gögn – bætt afkoma“

Um þessar mundir er unnið að lokauppgjöri hjá þátttökubúunum í verkefninu „Betri gögn – bætt afkoma“ fyrir rekstrarárið 2021. Þetta verkefni er byggt ofan á verkefnið „Afkomuvöktun sauðfjárbúa“ sem fór af stað veturinn 2016-2017. Þetta verkefni byggir á samkomulagi milli Matvælaráðuneytis, RML og Bændasamtakanna um útvíkkun á upphaflega verkefninu sem nú ber yfirskriftina „Betri gögn, bætt afkoma.“ Samkomulagið byggir á þeirri hugmyndafræði sem við höfðum áður unnið eftir að viðbættri aukinni áherslu á þverfaglega ráðgjöf til þátttökubúa, þeim sem mest að kostnaðarlausu.
Lesa meira

Ársuppgjör skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir árið 2022

Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is. Hér verður farið yfir helstu tölur úr uppgjörinu og byrjum við yfirferðina í mjólkurframleiðslunni. Niðurstöður skýrsluhaldsársins í nautgriparæktinni 2022 hafa verið reiknaðar og birtar á vef Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is.
Lesa meira

Á slóðum Hróa Hattar (seinni hluti)

Í nóvember síðastliðnum sóttu sex ráðunautar RML sauðfjárræktarráðstefnu í Bretlandi. Ráðstefnan nefnist Sheep Breeders Round Table eða hringborð sauðfjárræktenda og koma þar saman ráðunautar, dýralæknar, vísindafólk og sauðfjárbændur og fara yfir þau mál sem eru efst á baugi hverju sinni.
Lesa meira