Opnunartími um jól og áramót og viðvera á skrifstofu
23.12.2021
|
Stjórn og starfsfólk Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins senda bændum og landsmönnum öllum hugheilar óskir um gleðileg jól og farsælt komandi ár með kærum þökkum fyrir góð samskipti og samstarf á árinu sem er að líða.
Skrifstofur RML verða lokaðar á aðfanga- og gamlársdag. Ekki er viðvera á öllum starfsstöðvum á Þorláksmessu eða milli jóla og nýárs, þ.e. 27. - 30. des. Síminn 5165000 er opinn samkvæmt venju 27.-30 desember og hægt er að senda okkur tölvupóst á rml (hjá)rml.is Opnum aftur á nýju ári mánudaginn 3. janúar 2022.
Hafið það gott yfir hátíðarnar.
Stjórn og starfsfólk RML
Lesa meira