Fréttir

Birting arfgerðagreininga á næmi fyrir riðusmiti í Fjárvís.is

Nú er búið að lesa inn í Fjárvís niðurstöður úr riðuarfgerðagreiningum fyrir allar kindur sem búið er að greina og hægt var að lesa niðurstöður inn fyrirhafnarlaust. Enn eiga eftir að koma upplýsingar úr sýnum sem þurft hefur að endurgreina og öllum sýnum sem fóru í greiningu eftir 20. maí. Hægt er að sjá niðurstöður um arfgerðir í einstökum sætum en til frekari upplýsinga hefur verið sett upp litakerfi sem sem lýsir á einfaldan hátt næmi fyrir riðusmiti og hvernig skynsamlegt er að vinna með viðkomandi gripi í ræktunarstarfinu.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar í júní

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í júní, hafa nú verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggjast á skilum eins og þau voru um hádegisbilið þann 21. júlí.
Lesa meira

Hollaröðun miðsumarssýningar á Selfossi, 25.-29.júlí

Ein miðsumarssýning mun fara fram vikuna 25.-29.júlí á Selfossi. Á Selfossi eru 112 hross skrá til dóms og munu dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 mánudaginn 25.júlí og ljúka með yfirlitssýningu föstudaginn 29.júlí. Við viljum biðja knapa að mæta tímanlega svo hægt sé að halda tímasetningum sem best.
Lesa meira

Lambadómar haustið 2022

Móttaka á pöntunum á lambadómum er nú hafin. Best er að bændur panti sjálfir í gegnum heimasíðu RML (sjá tengil á forsíðu) en einnig er hægt að hringja í 516-5000 og láta taka pöntunina niður. Eindregið er óskað eftir því að bændur panti fyrir 18. ágúst svo skipuleggja megi þessa vinnu með sem hagkvæmustum hætti.
Lesa meira

Skráningar á síðsumarssýningar

Opnað verður á skráningar á síðsumarssýningar föstudaginn 15. júlí. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Miðsumarssýningar - Síðasti skráningardagur 13. júlí

Síðasti skráningardagur á miðsumarssýningar er næstkomandi miðvikudagur 13. júlí. Í töflunni hér að neðan má sjá hvaða sýningar eru í boði. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum heimasíðu RML en á forsíðunni er flýtihnappur sem skráð er í gegnum. Á forsíðu WorldFengs er einnig hægt að skrá hross til sýningar. Nánari leiðbeiningar varðandi skráningar er að finna hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Yfirlit stóðhesta á Landsmóti 2022

Á morgun fimmtudaginn 7.júlí fer fram yfirlitssýning stóðhesta á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Hefst það stundvíslega kl. 8:00 á flokki 4 vetra stóðhesta. Dagskrá 8:00 - Yfirlit 4 vetra stóðhesta Hlé 9:40 - Yfirlit 5 vetra stóðhesta Matarhlé 11:40 - Yfirlit 6 vetra stóðhesta Hlé 13:20 - Yfirlit 7 vetra og eldri stóðhesta Áætluð lok kl. 14:25.
Lesa meira

Yfirlitssýning hryssna á Landsmóti 2022

Á morgun miðvikudaginn 6.júlí fer fram yfirlitssýning hryssna á Landsmóti hestamanna á Gaddstaðaflötum á Hellu. Dagskrá 08:30 - Yfirlit 7v og eldri hryssna Hlé 10:00 - Yfirlit 6 vetra hryssna Matarhlé 13:00 - Yfirlit 5 vetra hryssna Hlé 16:15 - Yfirlit 4 vetra hryssna
Lesa meira

Röðun kynbótahrossa á Landsmóti 2022

Nú er röðun kynbótahrossa á Landsmóti orðin klár og eru 176 hross skráð til leiks að þessu sinni. Eins og fram hefur komið munu dómar hefjast sunnudaginn 3.júlí kl. 08:00 á fordóm 4v hryssna. Fordómum líkur á þriðjudagskvöldið 5.júlí og yfirlit hryssna mun fara fram miðvikudaginn 6.júlí og yfirlit stóðhesta fimmtudaginn 7.júlí.
Lesa meira

Verðmæti í lífrænum úrgangi - Gerjunaraðferðin bokashi

Prófuð var ný aðferð við meðhöndlun á lífrænum úrgangi frá kúabúinu og byggðarkjarnanum á Hvanneyri, sem felur í sér stýrða, loftfyrrta gerjun (bokashi). Verkefnið var unnið með styrk úr Framleiðnisjóði landbúnaðarins ásamt framlagi þáttakenda: RML, LbhÍ og Hvanneyrarbúsins. Útbúinn var haugur úr kúamykju og heyfyrningum, ásamt nýslegnu grasi af grasflötum.
Lesa meira