Hollaröð á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 23. - 25. maí
17.05.2022
|
Hollaröð fyrir fyrstu kynbótasýningu vorsins hefur verið birt hér á síðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 23. maí kl. 9:00 á Gaddstaðaflötum. Alls eru 35 hross skráð á sýninguna. Sýningunni lýkur með yfirlitssýningu á miðvikudagsmorgun 25. maí. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best. Að lokum er rétt að minna á að lokaskráningadagur á allar sýningar vorsins er næstkomandi föstudagur 20. maí.
Lesa meira