Erfðamengisúrval: Sýnabox komin í dreifingu til bænda
11.03.2022
|
Á næstu dögum verður sýnaboxum dreift með mjólkurbílunum til allra mjólkurframleiðenda á landinu. Um er að ræða glært box sem mælst er til að fest verði upp í mjólkurhúsinu á aðgengilegum stað fyrir mjólkurbílstjórana. Í boxin á síðan að setja DNA-sýnaglös eftir töku sýna og mjólkurbílstjórar safna þeim síðan jafnharðan.
Lesa meira