Fréttir

Angus-nautin á Stóra-Ármóti farin að gefa sæði

Sæðistaka úr Angus-nautunum á Stóra-Ármóti mun hefjast innan skamms en á heimasíðu Búnaðarsambands Suðurlands er sagt frá því að í gær (7. ágúst) hafi fyrstu sæðisskammtarnir náðst úr tveimur nautanna. Undirbúningur hefur staðið yfir frá því snemma í júlí en um síðustu mánaðamót lágu fyrir niðurstöðu sýnatöku m.t.t. til smitsjúkdóma. Þau sýni reyndust öll vera neikvæð, þ.e. enga sjúkdóma er að finna í gripunum.
Lesa meira

Afsláttur hjá Efnagreiningu ehf á Hvanneyri fyrir „pakka“bændur hjá RML

Það er ákaflega mikilvægt  að  bændur hafi gott yfirlit yfir efnainnihald heyja, jarðvegs og búfjáráburðar. Þannig er hægt að stuðla að hollum og góðum afurðum sem og heilbrigðum bústofni og einnig til að viðhalda góðri jarðrækt og nýta þannig verðmæt næringarefni sem best og draga úr sóun sem er sérstaklega mikilvægt þegar horft er til kolefnisspors landbúnaðarins.
Lesa meira

Spildudagur í Skagafirði 16. ágúst

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins heldur „Spildudag“ í Keldudal í Skagafirði föstudaginn 16. ágúst kl. 13:00-15:00. Spildudagurinn er opinn öllum þeim sem áhuga hafa á. Ekki þarf að greiða þátttökugjald en tilkynna þarf þátttöku gegnum slóðina hér að neðan. Síðasti skráningardagur er miðvikudagurinn 14. ágúst.Sagt verður frá áburðar- og loftunartilraun sem gerð er í Keldudal í sumar og hún skoðuð. Fjallað verður um dreifingu á tilbúnum áburði, eiginleika hans, mat á dreifigæðum og þætti sem hafa áhrif á þau. Vangaveltur um áburðargildi kúamykju og hvernig skuli haga dreifingu hennar svo nýting hennar sé sem best.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum 3.vika hollaröðun

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 08:00, fimmtudaginn 1. ágúst 2019. Sýningin verður að mestu með hefbundnu sniði en hefst á blönduðum flokki 6 vetra og 7 vetra og eldri hryssna og endar á flokki elstu stóðhesta. Áætluð lok yfirlitssýningar er klukkan 15:15
Lesa meira

Skil vorgagna og útsending haustbóka

RML minnir sauðfjárbændur á að skila vorgögnum í sauðfjárrækt tímanlega. Staðan á skráningum núna um mánaðarmótin er sú að skráðar hafa verið rúmlega 230.000 burðarfærslur í gagnagrunn sem eru um 60% skil.
Lesa meira

Heysýnataka

Nú er að líða á sumarið vonandi hefur fóðuröflun gengið vel. Sumarið hefur verið nokkuð frábrugðið því sem við höfum vanist vegna töluverðra þurrka. Veðráttan hefur mikil áhrif á heygæðin og þegar veðráttan er frábrugðin því sem við eigum að venjast er enn mikilvægara að huga að heyefnagreiningum.
Lesa meira

Hella - röð hrossa á yfirlitssýningu

Yfirlitssýning á Gaddstaðaflötum hefst klukkan 08:00, föstudaginn 26.júlí 2019. Hér má sjá röðun hrossa
Lesa meira

Hólar- röð hrossa á yfirlitssýningu

Hér má sjá röð hrossa á yfirlitssýningu á miðsumarssýningunni á Hólum, föstudaginn 26.07. n.k. Byrjað verður stundvíslega kl. 08:00
Lesa meira