Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok október - ný framsetning

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í nautgriparæktinni nú í október hafa verið birtar á vef okkar. Ákveðnar breytingar hafa orðið og Guðmundur Jóhannesson ábyrgðarmaður í nautgriparækt kynnti þær í grein á bls. 45 í Bændablaðinu þ. 1. nóvember sl. og vísast til þeirrar greinar hér. Rétt er að geta þess og hafa í huga við lesturinn að niðurstöðurnar í t.d. skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga en þær höfðu ekki náð 100% þegar uppgjörið var reiknað.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár

Kynbótamat fyrir gerð og fitu hjá sauðfé hefur verið uppfært samhliða vinnu við Hrútaskrá 2018-2019 og er núna aðgengilegt á Fjárvís. Niðurstöðurnar taka til sláturgagna frá því í haust og miðað við stöðu gagnagrunns mánudaginn 28. október sl. /eib
Lesa meira

Lambaþoni lokið

Um helgina fór fram Lambaþon sem er 24 klst keppni um bestu hugmyndina til að auka verðmætasköpun í virðiskeðju sauðfjár. Keppnin var hnífjöfn en alls 6 lið tóku þátt. "Kynnum kindina" var sú hugmynd sem bar sigur af hólmi en hún gengur út á að kynna kindur sem aðdráttarafl fyrir ferðamenn og að gefa ferðamönnum kost á að upplifa með auðveldum hætti ýmis störf í sveitum landsins sem tengjast sauðfé.
Lesa meira

Gríptu boltann!

Framleiðnisjóður landbúnaðarins og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins stóðu í ágústmánuði fyrir fundaherferð með það markmið að hvetja til nýsköpunar í sveitum. Á fundunum sem voru fjórir talsins, voru haldin erindi um markmiðasetningu og reynslu af nýsköpun, ásamt því að kynntir voru ýmsir sjóðir sem hægt er að sækja í þegar verið er að koma nýjum verkefnum af stað.
Lesa meira

Álag á jörð.is framundan

Umsóknarfrestur um jarðræktarstyrki og landgreiðslur er til 20. október sem að þessu sinni er laugardagur. Það eru því aðeins fjórir dagar til stefnu. Þrátt fyrir það er núna aðeins búið að skrá jarðræktarskýrslu á um þriðjung þeirra búa sem skiluðu skýrslum í fyrra en skil á jarðræktarskýrslu er forsenda þess að hægt sé að sækja um styrkina.
Lesa meira