Fréttir

Losun gróðurhúsalofttegunda frá landbúnaði

Umhverfis- og auðlindaráðuneytið fól Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins að leggja mat á helstu þætti í starfsemi fimm búa sem hafa í för með sér losun gróðurhúsalofttegunda og einnig hver væri kolefnisbinding á viðkomandi búum. Niðurstöðurnar hafa verið birtar í skýrslu sem finna má í tengli hér að neðan. Verkefnið er liður í Sóknaráætlun í loftslagsmálum 2016-2018.
Lesa meira

Starfsdagar 2018

Starfsdagar RML sem eru einskonar vinnufundur starfsmanna standa yfir dagana 14.-16. nóvember. Að þessu sinni eru þeir í Borgarnesi. Á starfsdögum koma allir starfsmenn fyrirtækisins samanog vinna að ýmsum verkefnum tengdum starfinu og þróun fyrirtækisins. Þessa daga verður því erfitt að ná beinu sambandi við starfsfólk á þessum tíma. Viðskiptavinum er bent á að senda tölvupóst sem verður svarað eins fljótt og auðið er eða í síðasta lagi strax eftir helgi. Aðalnúmerið okkar 5165000 er þó opið þessa daga og öllum símtölum verður svarað eftir bestu getu.
Lesa meira