Fréttir

Röðun hrossa á kynbótasýningu í Spretti dagana 22.-25. maí

Kynbótasýning verður í Spretti í Kópavogi dagana 22.-25. maí. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 22. júní. Yfirlitssýning verður föstudaginn 25. maí. Alls eru 99 hross skráð á sýninguna. Búið er að birta hollaröðun hér á vefnum og má nálgast hana með því að smella á tengilinn hér neðar eða í gegnum hnappinn "Röð hrossa á kynbótasýningum" hér á heimasíðunni.
Lesa meira

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í nýliðnum apríl

Niðurstöður afurðaskýrslnanna í mjólkurframleiðslunni í apríl hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegi þann 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 553 búum. Reiknuð meðalnyt 25.703,7 árskúa á þessum búum, var 6.299 kg á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Breytingar í starfsmannahaldi RML

Núna um mánaðarmótin lét Gunnar Guðmundsson ráðunautur af störfum hjá RML. Gunnar starfaði áður sem sviðsstjóri ráðgjafarsviðs Bændasamtaka Íslands en kom yfir til RML við sameiningu ráðgjafarþjónustu til bænda á landinu öllu. Gunnar er fóðurfræðingur og hefur starfaði við fóðurráðgjöf til bænda ásamt því að vera tengiliður RML í erlendu samstarfi. RML óskar Gunnari velfarnaðar á nýjum vettvangi og þakkar honum vel unnin störf á síðustu árum. boo/hh
Lesa meira

Enn hægt að skrá á kynbótasýningu á Hellu

Þrátt fyrir að bætt hafi verið tæpum 80 plássum við seinni vorsýninguna á Hellu í morgun er ljóst að enn er töluverð eftirspurn eftir plássum þar. Því hefur verið ákveðið að bæta við 70 plássum í viðbót.
Lesa meira

Bætt við plássum á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum

Vegna mikillar eftirspurnar eftir tímum á Gaddstaðaflötum við Hellu hefur verið ákveðið að tvö dómaragengi verði að störfum þar vikuna 11. til 15. júní. Sjá nánar í frétt.
Lesa meira

Kynbótamat sauðfjár 2018

Kynbótamat sauðfjár hefur nú verið uppfært miðað við niðurstöður skýrsluhaldsins árið 2017. Mat fyrir mjólkurlagni var reiknað síðast og kom niðurstaða þess í síðustu viku og er nú aðgengileg á Fjárvís.
Lesa meira

Aðalfundur Nautís

Aðalfundur Nautgriparæktarmiðstöðvar Íslands (Nautís) verður haldinn föstudaginn 27. apríl kl 13:30 að Stóra Ármóti.
Lesa meira

Gleðilegt sumar!

Í dag er sumardagurinn fyrsti, vor í lofti og Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins óskar ykkur gleðilegs sumars. Harpa er fyrsti mánuður sumars samkvæmt gamla norræna tímatalinu og hefst á næsta fimmtudegi eftir 18. apríl. Við höldum fyrsta dag Hörpu hátíðlegan sem sumardaginn fyrsta.
Lesa meira

Nýjung í WorldFeng - Viðbót við leitarmöguleika: DMRT3 arfgerð

Í síðustu viku var bætt við leitarmöguleika bæði í Ítarlegri leit og Dómaleit í WorldFeng þar sem notendur geta nú leitað eftir hrossum með upplýsingar um DMRT3 arfgerð til viðbótar við aðra leitarmöguleika sem stóðu til boða áður. Bæði er hægt að leita eftir hrossum með arfgerðargreiningu í DMRT3 erfðavísinum (hvort þau séu með AA, CA eða CC arfgerð) og einnig hrossum sem eru með útreikning á líkum á þessum arfgerðum.
Lesa meira

Sýnataka úr búfjáráburði

Þegar bændur og ráðunautar gera áburðaráætlanir er lögð áhersla á að nýta heimafengin áburðarefni sem best. Góð nýting búfjáráburðar er helsta leiðin til þess að lækka hlut tilbúins áburðar án þess að koma niður á magni og gæðum uppskeru. Til þess að það sé hægt er mikilvægt að þekkja efnainnihald sem best.
Lesa meira