Fréttir

Enn fjölgar „ARR bæjum“

Nú standa yfir greiningar á sýnum úr kindum úr Dölunum. Það er annarsvegar restin af hjörðinni í Vífilsdal og hinsvegar frá fimm bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal. Hluti af niðurstöðunum er nú komnar og þar með orðið ljóst að tveir nýir bæir bætast í hóp „ARR búa“, en ARR hefur verið staðfest í tveim kindum á Háfelli í Miðdölum og í þremur kindum í Geirshlíð í Hörðudal.
Lesa meira

Tilkynning frá stjórn RML

Vegna fráfalls Björns Halldórssonar stjórnarformanns. Þær sviplegu fréttir bárust stjórnarmönnum RML þann 21. febrúar sl. að Björn Halldórsson stjórnarformaður félagsins hefði látist þá um morguninn. Hugur okkar stjórnarmanna er hjá fjölskyldu Björns og sendum við þeim hugheilar samúðarkveðjur. Vegna aðstæðna kom stjórn RML saman til fundar þann 22. febrúar sl., þar sem ákveðið var að Vigdís Häsler stjórnarmaður RML myndi taka tímabundið við sem stjórnarformaður. Björn hafði síðustu misserin sem stjórnarformaður unnið ötullega að stefnumótunarvinnu RML ásamt yfirstjórn. Stærstu áföngum þeirrar vinnu var lokið og því ljóst að stjórn mun fyrst og fremst sinna venjubundnum störfum á næstu vikum s.s. samþykkt ársreiknings. Gert er ráð fyrir að stjórn BÍ muni skipa nýja stjórn RML að loknu Búnaðarþingi venju samkvæmt. F.h. stjórnar Vigdís Häsler
Lesa meira

Rekstrargreining garðyrkju

Út er komin frá RML skýrslan „Rekstrargreining garðyrkju á Íslandi 2019-2022“ Þar sem koma fram helstu niðurstöður úr verkefni í afkomugreiningu garðyrkjunnar. Verkefnið sem þessi skýrsla byggir á er framhald verkefnis sem unnið var af RML á síðasta ári þar sem leitast var við að varpa ljósi á rekstrarafkomu í garðyrkju á Íslandi og þróun hennar á árunum 2019-2021. Nú er bætt við einu ári og unnið með árin 2019-2022. Aflað var upplýsinga frá einstökum framleiðendum garðyrkjuafurða með það að markmiði að átta sig betur á rekstri helstu framleiðslugreina íslenskrar garðyrkju. Áfram var unnið með upplýsingar frá þátttakendum frá fyrra ári ásamt því að auglýst var eftir fleiri þátttakendum.
Lesa meira

Starf ráðunautar í hrossarækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir eftir ráðunaut i hrossarækt. Við leitum að einstaklingi með brennandi áhuga á landbúnaði í sínum víðasta skilningi og hefur metnað og frumkvæði til að vinna að ráðgjafarstarfsemi RML. Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er ráðgjafarfyrirtæki í eigu bænda og sinnir landbúnaðarráðgjöf um allt land. Starfsemin er dreifð um landið á 12 starfsstöðvum. Við bendum áhugasömum á að hægt er að kynna sér starfsemina enn frekar hér í gegnum heimasíðuna. Umsóknarfrestur er til og með 5. mars. Nánari upplýsingar veita Karvel L. Karvelsson (klk@rml.is) og Friðrik Már Sigurðsson (fridrik@rml.is). 
Lesa meira

Óberon 17046 besta nautið fætt 2017

Óberon 17046 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum hlaut nafnbótina besta naut fætt árið 2017 og viðurkenningu Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands sem slíkt. Ræktendur Óberons eru Guðrún Helga Þórisdóttir og Jón Vilmundarson og veitti Guðmundur Jóhannesson, ráðunautur hjá RML, þeim viðurkenninguna á Búgreinaþingi 12. febrúar sl. Óberon 17046 var fæddur 14. október 2017, undan Úranus 10081 frá Hvanneyri í Andakíl, en móðir hans var Mósaik 1036 frá Skeiðháholti 1 undan Skalla 11023 frá Steinnýjarstöðum á Skaga.
Lesa meira

Örmerkingar – munið skil fyrir 1. mars

Rétt er að minna á að fyrir 10 mánaða aldur eiga öll folöld að vera grunnskráð og einstaklingsmerkt. Þeir sem enn eiga ómerkt folöld ættu að huga að því að láta merkja þau við fyrsta tækifæri. Þess má geta að þegar þetta er ritað er búið að grunnskrá 4.451 folöld (lifandi 4.322) sem er mjög svipaður fjöldi og var á þessum tíma í fyrra. Skráð trippi fædd árið 2022 eru 6.145 (lifandi 5.810), þannig trúlega eru ríflega 1.000 folöld ennþá óskráð. Alls hafa 3.340 folöld þegar verið örmerkt.
Lesa meira

Ný nautaskrá komin út

Nautaskrá fyrir veturinn 2024 er komin úr prentun og verður dreift til kúabænda í kjölfarið. Skráin er á hefðbundnu formi, litprentuð í A4-broti og inniheldur upplýsingar um öll naut í notkun ásamt ítarefni og faglegum greinum. Þar er um að ræða greinar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur hjá RML, um breytingar á kynbótamati fyrir efnainnihald mjólkur, um kynbóatmat fyrir lifun kálfa og gang burðar eftir Þórdísi Þórarinsdóttur og Guðmund Jóhannesson hjá RML og um loftslagsáhrif og fóðurnýtingu kúa eftir þá Jón Hjalta Eiríksson og Jóhannes Kristjánsson hjá LbhÍ. Þá er einnig að finna í skránni grein um erfðastuðla júgur- og spenaeiginleika íslenska kúastofnsins eftir Önnu Guðrúnu Þórðardóttur hjá LbhÍ ásamt fleira efni.
Lesa meira

Fjórar ARR kindur finnast til viðbótar í Vífilsdal

Í dag komu niðurstöður úr rúmlega helming ærstofnsins í Vífilsdal, sem voru aðallega eldri hluti ánna. Fundust þar fjórar ær sem bera ARR. Þær eru allar talsvert skildar og því kominn fram ákveðin vísbending um líklegar ættlínur. Næsta skref verður að fá greiningu á restina af hjörðinni í Vífilsdal (þ.e.a.s. þeim gripum sem ekki er þegar hægt að spá fyrir um arfgerð) og skoða tengda gripi í öðrum hjörðum.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur – umsóknarfrestur

Nú líður að því að sækja þurfi um fjárfestingastuðning vegna fyrirhugaðra framkvæmda ársins 2024, ásamt því að framhaldsumsóknum þarf að skila inn fyrir þau verkefni sem það á við. Umsóknarfrestur fyrir umsóknir í sauðfjárrækt er 15. mars og umsóknarfrestur fyrir umsóknir í nautgriparækt er 31. mars.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir nýliðinn janúar

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, nú þegar janúar er nýliðinn, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fram undir hádegi þann 12. febrúar. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 446 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 120 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 23.986,4 árskúa á búunum 446 reiknaðist 6.482 kg. eða 6.485 kg. OLM
Lesa meira