Enn fjölgar „ARR bæjum“
04.03.2024
|
Nú standa yfir greiningar á sýnum úr kindum úr Dölunum. Það er annarsvegar restin af hjörðinni í Vífilsdal og hinsvegar frá fimm bæjum sem eiga kindur sem skyldar eru þeim kindum sem fundust með ARR í Vífilsdal. Hluti af niðurstöðunum er nú komnar og þar með orðið ljóst að tveir nýir bæir bætast í hóp „ARR búa“, en ARR hefur verið staðfest í tveim kindum á Háfelli í Miðdölum og í þremur kindum í Geirshlíð í Hörðudal.
Lesa meira