Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok október - með meiri upplýsingum
12.11.2024
|
Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðastliðna 12 mánuði, nú að liðnum október, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fyrir hádegi hinn 12. nóvember. Nú fetum við okkur af stað með þá nýbreytni að birta fleiri niðurstöður tengdar kjötframleiðslunni en áður hefur verið gert. Vonandi verður það til nokkurs fróðleiks. Hér á eftir verður farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum.
Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 444 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira