Fréttir

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok október - með meiri upplýsingum

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðastliðna 12 mánuði, nú að liðnum október, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fyrir hádegi hinn 12. nóvember. Nú fetum við okkur af stað með þá nýbreytni að birta fleiri niðurstöður tengdar kjötframleiðslunni en áður hefur verið gert. Vonandi verður það til nokkurs fróðleiks. Hér á eftir verður farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 444 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira

Hrútafundir 2024

Nú styttist óðfluga í að ný hrútaskrá renni úr prentvélunum. Útgáfu hennar verður að vanda fylgt eftir með hrútafundum vítt og breytt um landið en fundirnir eru haldnir af búnaðarsamböndunum í samstarfi við RML. Á fundunum verður jafnframt rætt um ræktunarstarfið almennt og opnar umræður um allt sem því tengist.
Lesa meira

Hrútaskrá 2024-2025 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir veturinn 2024-2025 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Kynbótastarf -> Sauðfjárrækt -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Skráin á eftir ylja áhugamönnum um sauðfjárrækt um hjartarætur og við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar. Prentútgáfa skráarinnar kemur út í næstu viku og verður dreift með hefðbundnum hætti, m.a. á hinum svokölluðu hrútafundum.
Lesa meira

Vel heppnaður ársfundur RML

Föstudaginn fyrsta nóvember var ársfundur RML haldinn í fyrsta skipti.  Hugmyndin með fundinum var að gefa bændum kost á að eiga bein skoðanaskipti við stjórn og starfsmenn um RML ásamt því að gefa ennþá betri upplýsingar um starfsemi fyrirtækisins. Fundurinn var vel sóttur og honum var einnig streymt. Á fundinum fór stjórnarformaður RML, Sveinn Rúnar Ragnarsson, yfir skýrslu stjórnar. Karvel L. Karvelsson, framkvæmdastjóri, fór yfir starfsemi félagsins og stefnumótun.
Lesa meira

Ársfundur RML - hefst kl. 13:30 - Hlekkur á streymi fundarins

Ársfundur RML hefst nú kl. 13:30 í dag, 1. nóvember, á Hótel Kea á Akureyri. Fundinum verður streymt á þessum hlekk:
Lesa meira

Prentun á vorbókum

Prentun á vorbókum mun hefjast 10. nóvember. RML vill nú bjóða bændum upp á að velja hvenær vorbókin þeirra verður prentuð. Hægt er að velja um þrjá mismunandi prenttíma eftir því hvort menn vilja fá bókina strax að haustbókarskilum loknum eða bíða með prentun þar til búið er að skrá fang og/eða fósturtalningu. Sjálfkrafa stilling hjá öllum er nú að fá bækurnar strax að loknum haustbókarskilum. Þeir sem vilja bíða með prentun þar til búið er að skrá fang og/eða fósturtalningu þurfa því að láta vita af því með að fara inn í Fjárvís, fara inn í valmyndina „Notandi“ og velja „Stillingar“. Undir valmöguleikanum „ Fá vorbók senda frá RML“. Þar er nú hægt að opna valmynd þar sem val er um þrjá möguleika.
Lesa meira

Ársfundur RML

Ársfundur RML verður haldinn á Hótel Kea á Akureyri, föstudaginn 1. nóvember. Fundurinn hefst kl. 13:30 en boðið verður upp á súpu kl. 13:00. Á dagskrá er: Skýrsla stjórnar, kynning á starfsemi RML og almennar umræður um málefni félagsins. Áætluð fundarlok um kl. 15:30. Fundinum verður streymt en þeir sem hafa tækifæri til eru hvattir til að mæta á staðinn.
Lesa meira

Eru allir ásettir hrútar komnir með arfgerðargreiningu?

Eitt af þeim mikilvægu markmiðum sem landsáætlun um útrýmingu riðu kveður á um er að allir ásettir hrútar landsins séu arfgerðargreindir. Alveg sama þó bændur séu ekki byrjaðir að innleiða verndandi arfgerðir í stofn sinn þá er rík áhersla lögð á að allir hrútar hafi greiningu. Það eru bæði mikilvægar upplýsingar fyrir bændur, ræktunarstarfið og einnig felst í því áframhaldandi leit í stofninum að nýjum uppsprettum verndandi og mögulega verndandi arfgerða.
Lesa meira

Feldfé í Fjárvís

Undanfarið hefur staðið yfir vinna við að koma upplýsingum um feldfé inn í Fjárvís. Upphaf ræktunar á feldeiginleikum í íslensku fé má rekja til áttunda áratugar síðustu aldar, en varð hvergi langlíf nema í Meðallandi. Áhugi á feldfjárrækt hefur þó farið vaxandi síðustu ár og hafa feldfjárhrútar verið í boði á sæðingastöðvunum samfleytt frá árinu 2014. Í Fjárvís hefur ekki verið haldið utan um þetta fé sérstaklega fyrr en nú, að því undanskildu að hægt hefur verið að skrá feldfjárdóma sem birtust í feldgæðayfirliti.
Lesa meira

Rannsókn á erfðaorsökum kálfadauða er enn í gangi

Sú rannsókn þar sem verið er að kanna hvort gen eða einhverjir erfðaþættir valdi kálfadauða í íslenska kúastofninum er enn í gangi. Mikilvægur liður í rannsókninni er að fá sýni úr kálfum sem sannanlega fæðast dauðir. Nokkur fjöldi sýna hefur náðst á undanförnum misserum en þörf er á fleiri og því er óskað eftir aðstoð bænda. Við biðlum því til ykkar með að taka sýni úr þeim kálfum sem fæðast dauðir og eru undan sæðinganautum. Sýnið er tekið þannig að klipptur er bútur af öðru eyra kálfsins og settur í poka sem merkja þarf með burðardegi og númeri móður. Sýnið er síðan geymt í frysti.
Lesa meira