18.06.2024
|
Karvel L. Karvelsson
Vegna þess kaltjóns sem orðið hefur víða á Norður og Austurhelmingi landsins er bændum bent á að skoða vel það verklag sem Bjargráðasjóður óskar eftir að verði viðhaft við mat á tjóni.
Bjargráðasjóður hefur samþykkt verklag sem verður viðhaft við afgreiðslu styrkumsókna vegna kaltjóna á Norður- og Austurlandi vorið 2024. Hlekk á verklagsreglurnar má finna hér. Á heimasíðu Bjargráðasjóðs hefur verið settur hlekkur inn á Bændatorgið, en umsóknir um styrk þurfa að fara þar í gegn.
Ráðunautar RML geta aðstoðað við gerð umsóknar en bent skal á að samkvæmt reglum sjóðsins þá bera bændur þann kostnað sem getur orðið vegna umsóknar í sjóðinn.
Lesa meira