Röðun hrossa á Rangárbökkum 26. til 28. maí
19.05.2025
|
Skráningar á vorsýningar ganga vel og eru nú þegar 4 af 9 sýningum fullar. Enn er þó nóg eftir af plássum og skráningarfrestur er til 23. maí. Á fyrstu sýninguna á Rangárbökkum, vikuna 26. til 28. maí eru 60 hross skráð. Dæmt verður frá kl. 8:00 til 19:30. Til að tímasetningar standist sem best biðjum við sýnendur og eigendur um að mæta tímanlega. Mælingar hefjast kl. 7:50 og þá þurfa hross að vera mætt og tilbúin í mælingu, þannig að dómstörf geti hafist kl. 8:00. Sama á við um hollið eftir hádegið, dómar hefjast kl. 12:30 og þá þurfa hross að vera mætt í mælingu kl. 12:20 og fyrstu hross eftir kaffið þurfa að vera mætt 15:50. Vinsamlega mætið tímanlega kæru sýnendur því það kemur sér vel fyrir alla aðila.
Lesa meira