Fréttir

Breytingar á reyndum nautum í notkun

Fagráð í nautgriparækt fundaði í gær og tók ákvörðun um hvaða naut verða í dreifingu sem reynd naut á næstu mánuðum. Nýtt kynbótamat var keyrt núna í byrjun október og að þessu sinni með breyttum áherslum, þ.e. heildareinkunn er nú reiknuð með nýju vægi eiginleika. Þær breytingar hafa verið kynntar, m.a. í Bændablaðinu. Þessar breytingar hafa breytt aðeins mati nauta og þá á þann veg að þau naut sem gefa dætur sem mjólka fituríkri mjólk og eru með góða júgur- og spenagerð hækka heldur í mati. Sem dæmi hefur Sjarmi 12090 nú lækkað úr 115 í 111 án þess að í raun hafi orðið stórvægilegar breytingar á mati hans fyrir einstaka eiginleika. Heildareinkunn reiknast hins vegar lægri vegna breyttra áherslna.
Lesa meira

Nýr samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun

Í síðustu viku var undirritaður samningur um ráðgjöf til nýliða í lífrænni ræktun en töluverð eftirspurn hefur verið eftir slíkri ráðgjöf meðal nýliða. Það voru Karvel L. Karvelsson framkvæmdastjóri RML og Eygló Björk Ólafsdóttir, formaður Félags framleiðenda í lífrænni landbúnaðarframleiðslu (VOR), sem undirrituðu samninginn.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í september

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar frá í september hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var að morgni þ. 11. október 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 518 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.854,2 árskúa á hinum fyrrnefndu 518 búum var 6.273 kg eða 6.523 kg OLM (orkuleiðrétt mjólk) á síðustu 12 mánuðum
Lesa meira

Cornelis Aart Meijles kominn til starfa

Cornelis Aart Meijles hefur hafið störf hjá RML. Hann mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála. Cornelis er búsettur í Hollandi en verður með viðveru á Íslandi og starfsstöð hans verður þá á Hvanneyri. Við bjóðum Cornelis velkominn.
Lesa meira

Berglind Ósk Alfreðsdóttir komin til starfa

Berglind Ósk Alfreðsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á sviði loftslags- og umhverfismála og verður starfsstöð hennar í Reykjavík. Við bjóðum hana velkomna. Hægt er að ná í Berglindi í síma 516-5028 eða í gegnum netfangið berglind@rml.is. Á starfsstöðinni í Reykjavík starfa ásamt Berglindi:
Lesa meira

Linda Margrét Gunnarsdóttir komin til starfa

Linda Margrét Gunnarsdóttir hefur hafið störf hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur í nautgriparækt og verður starfsstöð hennar á Akureyri. Við bjóðum hana velkomna til starfa hjá RML. Hægt er að ná í Lindu í síma 516-5009 eða í gegnum netfangið linda@rml.is. Á starfsstöðinni á Akureyri starfa ásamt Lindu:
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi

Sigurður Guðmundsson hefur verið ráðinn sem verkefnisstjóri fjármála hjá RML. Hann tekur við af Vigni Sigurðssyni sem hefur hætt störfum hjá RML. Starfsstöð Sigurðar er á Hvanneyri og hægt er að ná í hann í síma 516 5040 og í gegnum netfangið sg@rml.is. Vignir Sigurðsson hóf störf hjá RML við stofnun fyrirtækisins árið 2013. Honum eru þökkuð góð störf og óskað velfarnaðar á nýjum vettvangi. Á starfsstöðinni á Hvanneyri starfa auk Sigurðar:
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í ágúst

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar nú í ágúst hafa verið birtar á vef okkar. Rétt er að geta þess að niðurstöðurnar í skýrsluhaldi mjólkurframleiðenda byggjast á skilum mjólkurskýrslna og annarra skráninga eins og staðan á þeim var að morgni þ. 11. september 2019. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 532 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 106 búa þar sem var framleitt nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 25.108,3 árskúa á fyrrnefndum 532 búum var 6.259 kg eða 6.510 kg OLM
Lesa meira