Fréttir

Afmæliskaffi RML á Hvanneyri föstudaginn 18. ágúst kl. 14-16

RML á 10 ára starfsafmæli á árinu og samhliða spildudeginum sem fram fer á Hvanneyri þann 18. ágúst þá verður afmæliskaffi á skrifstofu RML að Hvanneyrargötu 3 þann dag milli kl. 14:00-16:00. Okkur langar sérstaklega að bjóða bændum að hitta okkur á starfsstöðinni í kaffi og spjall og ræða um verkefni RML. Boðið verður upp á köku í tilefni 10 ára afmælisins. Hlökkum til að sjá ykkur ! Öll velkomin
Lesa meira

Bændafundir á næstunni

Í næstu og þarnæstu viku munu stjórn og hluti starfsfólks Bændasamtaka Íslands, ásamt framkvæmdastjóra og stjórnarmanni RML fara í ferð um landið og funda með bændum og öðrum sem áhuga hafa á að mæta, en fundirnir verða opnir öllum. Umfjöllunarefni fundanna verður starfsemi samtakanna, málefni sveitanna og komandi tíð. Boðið verður upp á léttar veitingar.
Lesa meira

Frá Bændasamtökum Íslands

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni. Verkefni sjóðsins eru að veita styrki til þróunar- og rannsóknaverkefna í hrossarækt. Verkefnin skulu stuðla að viðhaldi verðmætra eiginleika í íslenska hrossastofninum, verndun erfðafjölbreytileika stofnsins og/eða auka þekkingu á stofninum og útbreiðslu hans. Fagráð í hrossarækt auglýsir eftir umsóknum ár hvert og tekur ákvörðun um styrkveitingar.
Lesa meira

Fjárfestingastuðningur - teikningar á aðbúnaði, kostnaðaráætlun og aðstoð við umsókn

Samkvæmt reglugerð um stuðning í nautgriparækt (348/2022) og í sauðfjárrækt (144/2022) eru greidd framlög vegna framkvæmda þar sem markmiðið er að stuðla að bættum aðbúnaði gripa, hagkvæmari búskaparháttum og aukinni umhverfisvernd. Umsóknafrestur vegna þessa stuðnings er 15. mars ár hvert fyrir sauðfjárræktina en 31. mars fyrir nautgriparæktina. Framkvæmdir eldri en 12 mánaða eru ekki gjaldgengar. Hægt er að sækja um styrk samfellt í þrjú ár vegna sömu framkvæmdar eða þar til hámarksstuðningi er náð.
Lesa meira

Spildudagur LbhÍ og RML á Hvanneyri föstudaginn 18. ágúst frá kl. 13-16. Afmæliskaffi hjá RML kl. 14.00

Landbúnaðarháskólinn og RML efna til „Spildudags“ á Hvanneyri föstudaginn 18. ágúst. Gengið verður að tilraunareitum með höfrum, byggi, kúabelgjum og grastegundatilraunum. Verkefni og niðurstöður kynntar. Farið verður frá Ásgarði, aðalbyggingu LBHÍ á Hvanneyri kl. 13.00. RML býður í kaffi, afmælisköku og spjall í húsnæði sínu að Hvanneyrargötu 3 á Hvanneyri milli kl. 14-16 þann dag í tilefni 10 ára starfsafmælis. Öll velkomin!
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir júlí

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar fyrir síðustu 12 mánuði, við lok júlímánaðar, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað skömmu fyrir hádegi þann 11. ágúst. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar höfðu borist mjólkurskýrslur frá 452 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði til 126 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.070,4 árskúa á fyrrnefndum 452 búum var 6.403 kg. eða 6.344 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) síðustu 12 mánuðina. Meðalfjöldi árskúa á fyrrgreindum búum var 53,3, óbreyttur fjöldi frá því fyrir mánuði.
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningum vikuna 21. til 24. ágúst

Röðun hrossa á kynbótasýningunum á Hólum í Hjaltadal og Rangárbökkum við Hellu vikuna 21. til 24. ágúst hefur verið birt hér á heimasíðunni. Dómar hefjast stundvíslega mánudaginn 21. ágúst kl. 8:00. Alls eru 91 hross skráð á sýninguna á Hólum og 74 á Rangárbökkum. Báðum sýningunum lýkur með yfirlitssýningu fimmtudaginn 24. ágúst. Við viljum biðja sýnendur að mæta tímanlega svo hægt verði að halda tímasetningar sem best.
Lesa meira

„Þegar halla að hausti fer, heiðin kallar löngum“

Gróður er enn í fullum sumarskrúða en það styttist í göngur, réttir og önnur hauststörf. Sláturhúsin eru eflaust farin að kalla eftir sláturfjárloforðum og tímasetning á fjárragi farin að skýrast hjá mörgum bændum. Við viljum minna á að panta lambadóma fyrr en seinna svo skipuleggja megi þessa vinnutörn með sem hagkvæmustum hætti fyrir alla. Eins og áður hefur komið fram njóta pantanir sem berast fyrir 21. ágúst forgangs hvað varðar óskatímasetningu hjá hverjum og einum.
Lesa meira

Umsóknir um jarðræktarstyrki í garðyrkju

Bændur eru hvattir til að ganga frá skráningum í Jörð.is sem fyrst til að geta sótt um jarðræktarstyrki í garðyrkju. Umsóknarfrestur er til 15. ágúst. Starfsfólk RML aðstoðar bændur við skráningar og að teikna upp garðlönd ef þurfa þykir. Eins og undanfarin ár þá þarf fyrst að ganga frá skráningum og skila jarðræktarskýrslu í Jörð.is áður en hægt er að sækja um styrkinn í Afurd.is.
Lesa meira

Sæði úr Angus-nautunum Lilla og Laka komið í dreifingu

Dreifing er hafin á sæði úr Angus-nautunum Lilla 22402 og Laka 22403 en þeir fæddust á einangurunarstöð NautÍs á Stóra-Ármóti í fyrra. Þeir, Lilli 22402 og Laki 22403, eru báðir undan Laurens av Krogedal NO74075. Móðurfaðir Lilla er Li’s Great Tigre NO74039 en móðurfaðir Laka er Horgen Erie NO74029. Upplýsingar um þessi naut eru komnar á nautaskra.is auk þess sem þær birtust í Bændablaðinu fyrr í sumar.
Lesa meira