Fréttir

Sæðingaappið FANG komið í notkun í Eyjafirði og S-Þing.

Sæðingaappið eða smáforritið FANG hefur verið tekið í notkun í Eyjafirði og S-Þing. Með forritinu geta bændur pantað sæðingar hvenær sem er sólarhringsins í farsíma, spjaldtölvu og/eða borðtölvu. FANG keyrir sem app á Android-símum en notendur iPhone geta notað vefútgáfu forritsins. Forritið er tiltölulega einfalt í notkun en hægt er að skoða leiðbeiningar hér á síðunni.  Markmiðið er að þetta sé notendavænt og auðveldi pantanir á sæðingum og skráningum fyrir frjótækna. Þá er einnig markmið að minnka allar handskriftir sem hafa fylgt okkar núverandi kerfi síðustu áratugina og á sama tíma takmarka og helst útiloka villur sem hafa átt sér stað, ásamt því að gera störf frjótækna skilvirkari. Ávinningur þessa smáforrits (apps) er margþættur fyrir bændur og frjótækna og vonumst við eftir að sem flestir tileinki sér notkun þess.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslna nautgriparæktarinnar eftir nýliðinn nóvember

Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 445 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði nú til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu. Reiknuð meðalnyt 24.680,0 árskúa á búunum 445 var 6.534 kg. eða 6.795 kg. OLM (af orkuleiðréttri mjólk) á uppgjörstímabilinu. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum 445 búum var 55,5. Meðalfjöldi kúa á þeim 112 hreinu kjötframleiðslubúum sem uppgjörið nær yfir reiknaðist 30,3 við lok október en árskýrnar á þeim búum voru á þeim tíma 27,4 að jafnaði. Meðalkjötframleiðsla á þessum búum var 7.205,4 kg. á undanförnum 12 mánuðum. Meðalfallþungi 9.589 ungnauta á aldrinum 12-30 mánaða, sem slátrað var frá öllum búunum sem uppgjörið nær yfir, hvort sem um ræðir bú þar sem stunduð var kjötframleiðsla eða mjólkurframleiðsla, eða blanda af hvoru tveggja, undanfarna 12 mánuði, var 256,9 kg. og reiknaður meðalaldur þeirra gripa við slátrun var 732,1 dagur.
Lesa meira

Kynbótasýningar 2025

Nú er búið að stilla upp áætlun fyrir kynbótasýningar árið 2025. Opnað verður á skráningu á kynbótasýningarnar um mánaðarmótin apríl/maí og nánar verður þá tilkynnt um skráningarfresti á einstakar sýningar. Fjórðungsmót verður haldið í Borgarnesi í ár og verður hestamannafélögum af stærra svæði boðin þátttaka að þessu sinni eða frá Kjós og norður í Eyjafjörð. Nánar verður tilkynnt um fjölda kynbótahrossa á mótinu og inntökuskilyrði þegar það liggur fyrir. Heimsleikar verða haldnir í ár í Sviss dagana 4. til 10. ágúst. Kynbótahross verða sýnd á mótinu eins og verið hefur og veljum við Íslendingar efstu hross sem völ er á í hverjum flokki fimm, sex og sjö vetra og eldri hryssna og stóðhesta – eitt hross í hverjum flokki. Spennandi sýningarár er framundan á næsta ári!
Lesa meira

Breytingar á sæðinga- og fangskráningu

Eins og eflaust einhverjir hafa tekið eftir var skráning á sæðingum og fangi endurforrituð í Fjárvís nú á haustdögum. Við bændum blasir nýtt útlit þó viðmótið og skráningarformið sé í grunnin það sama og áður var. Ein breyting var þó gerð á sæðingaskráningunni, hún er sú að ekki er lengur hægt að skrá sæðingu nema haustgögnum hafi verið skilað áður. Sæðingar tilheyra jú næsta framleiðsluári, 2025 og því eðlilegt að búin séu komin yfir á það framleiðsluár svo hægt sé að skrá sæðingar. Síðasti skiladagur haustgagna er eftir sem áður 12. desember. 
Lesa meira

Er búið að taka sýni úr öllum ásettum hrútum? Eru öll sýni tengd við gripi inn í Fjárvís?

Nú styttist í að uppgjör fari fram á DNA sýnum vegna arfgerðargreininga með tilliti til mótstöðu gegn riðu. Eitt af því sem lögð er rík áhersla á er að allir ásettir hrútar landsins séu arfgerðargreindir. Matvælaráðuneytið niðurgreiðir greiningar á öllum ásettum hrútum og því kostar greiningin bóndann á hvern ásettan hrút 300 kr. án vsk, þegar styrkurinn hefur verið dreginn frá greiningarkostnaði.
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Hafrún Huld Hlinadóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar er á Akureyri
Lesa meira

Nýr starfsmaður hjá RML

Oddný Steina Valsdóttir er komin til starfa hjá RML. Hún mun starfa sem ráðunautur á rekstrar- og umhverfissviði. Aðalstarfsstöð hennar verður fyrst um sinn á Selfossi.
Lesa meira

Bæst hefur í hóp örmerkingamanna

RML hefur nú í nóvember staðið fyrir þremur námskeiðum í örmerkingum, tveimur á Suðurlandi og einu á Vesturlandi. Á Suðurlandi fór bóklegi hluti námskeiðanna fram á Hvolsvelli en á Vesturlandi á Hvanneyri.
Lesa meira

Nýtt Íslandsmet í æviafurðum

Við uppgjör afurðaskýrslna í mánuði hverjum líta ýmsar tölur dagsins ljós. Í október s.l. urðu tíðindi, eða öllu heldur stórtíðindi, að afrekskýrin Bleik 995 á búi Péturs Friðrikssonar á Gautsstöðum á Svalbarðsströnd sló Íslandsmetið í æviafurðum og hefur nú mjólkað mest allra íslenskra kúa. Hún hefur nú, á sínum 15. vetri, mjólkað samtals 114.731 kg en eldra Íslandsmet Mókollu 230 á Kirkjulæk var 114.635 kg. Við mælingu þann 31. október s.l. var Bleik í 27,1 kg dagsnyt þannig að leiða má líkum að því að metið hafi fallið undir lok mánaðarins eða síðla dags hinn 28. október.
Lesa meira

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar við lok október - með meiri upplýsingum

Niðurstöður skýrsluhalds nautgriparæktarinnar yfir síðastliðna 12 mánuði, nú að liðnum október, hafa verið birtar á vef okkar. Niðurstöðurnar byggja á þeim skýrslum sem hafði verið skilað fyrir hádegi hinn 12. nóvember. Nú fetum við okkur af stað með þá nýbreytni að birta fleiri niðurstöður tengdar kjötframleiðslunni en áður hefur verið gert. Vonandi verður það til nokkurs fróðleiks. Hér á eftir verður farið yfir nokkur atriði úr niðurstöðunum. Þegar niðurstöðurnar voru reiknaðar hafði verið skilað mjólkurskýrslum frá 444 búum en uppgjör kjötframleiðslunnar náði að þessu sinni til 112 búa þar sem framleitt var nautakjöt en ekki stunduð framleiðsla mjólkur til sölu.
Lesa meira