Tilboð á þokugensgreiningum
19.03.2025
|
Í kjölfar þess að hrúturinn Fannar 23-925 frá Svínafelli greindist með þokugen hafa borist fyrirspurnir um þokugensgreiningar. Slíkar greiningar eru ekki í boði hjá Íslenskri erfðagreiningu. Matís býður nú upp á tilboð sem gildir til 11. apríl, í samstarfi við RML. Senda þarf hylki með vefjasýni eða stroksýni úr nefi á starfsstöð RML í Reykjavík eða á Hvanneyri. Mikilvægt er að sýnið sé aðgreint frá öðrum sýnum, haft í sér poka og því fylgi blað þar sem fram kemur að óskað sé eftir þokugensgreiningu og tilgreint númer sýnis og grips. Bóndinn forskráir sýnið á viðkomandi grip í Fjárvís.is undir „forskráning á öðrum arfgerðargreiningum“.
Lesa meira