Fréttir

Gjaldtaka vegna grunnskráninga

Frá og með næstu áramótum verða gerðar breytingar á gjaldtöku fyrir grunnskráningar á hrossum. Breytingarnar eru gerðar með hliðsjón af reglugerð um einstaklingsmerkingar og með það að markmiði að hvetja hesteigendur til að merkja og skrá folöld í samræmi við gildandi reglur. Ekki verður tekið gjald fyrir grunnskráningu á folöldum folaldsárið eða til 1. mars árið eftir að folald fæðist. Samkvæmt einstaklingsmerkingarreglugerð er skylt að skrá og merkja folöld innan þess tíma.
Lesa meira

Átaksverkefni í sauðfjárrækt

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins fékk nýverið styrk af fagfé sauðfjárræktar vegna átaksverkefnis í sauðfjárrækt. Vinnuheitið verkefnisins er „Auknar afurðir sauðfjár – tækifæri til betri reksturs“. Ástæða þess að ráðist er í þetta verkefni er ekki síst mikil lækkun afurðaverðs hjá sauðfjárbændum nú í haust.
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Ráðstefna

Minnt er á ráðstefnuna Íslensk hrossarækt í 100 ár. Afar spennandi dagskrá er í boði og er allt áhugafólk um hrossarækt hvatt til að mæta. Það stefnir í góða mætingu og eru áhugasamir beðnir um að skrá sig fyrir 1. desember. Skráningin fer fram hér á heimasíðunni, rml.is (sjá: Á döfinni) eða í gegnum tengil neðst hér í auglýsingunni.
Lesa meira

Örfá orð til sauðfjárbænda

Nú ættu þeir sauðfjárbændur sem sendu heysýni til greiningar í haust að hafa fengið niðurstöður til sín. Rýna þarf í niðurstöðurnar, skipuleggja fóðrunina og ákvarða um viðbótarfóður sé þörf á slíku. Ef einhverjir sem ekki hafa tekið heysýni en hafa áhuga geta ennþá gert það.
Lesa meira

Hrútaskrá 2016-17 er komin á vefinn

Hrútaskrá sauðfjársæðingastöðvanna fyrir 2016-2017 er komin á vefinn. Skráin er á hefðbundnu pdf-formi og hægt er nálgast hana undir "Sauðfjárrækt -> Kynbætur -> Hrútaskrá" eða með því að nota hlekkinn hér neðar. Við vonum að sauðfjárræktendur og aðrir áhugamenn um sauðfjárrækt njóti lesningarinnar þar til prentaða útgáfan kemur út í byrjun næstu viku.
Lesa meira

Styrkir vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Sú aðferð sem bændur eru hvattir til að nýta sér við mat á veturgömlum hrútum er að bera þá saman á grunni afkvæmadóma (afkvæmaprófa lambhrútana). Mörg undanfarin ár hafa verið í boði styrkir til bænda til að hvetja þessa vinnu áfram og mæta þeim kostnaði sem í þessu felst.
Lesa meira

Hrútafundir framundan

Mánudaginn 21. nóvember er gert ráð fyrir að ný hrútaskrá líti dagsins ljós. Líkt og undanfarin ár verða haldnir fundir á vegum búnaðarsambandanna um land allt þar sem hrútakosturinn verðu kynntur og skránni dreift. Í meðfylgjandi töflu er yfirlit yfir fyrirhugaða fundi.
Lesa meira

Skil á búfjárskýrslum

Matvælastofnun hefur opnað fyrir skil á búfjárskýrslum á vef sínum www.bustofn.is en þar geta bændur sjálfir skilað upplýsingum um búfjárfjölda og heyforða. Opið verður fyrir skil til 20. nóvember næstkomandi. Hafi bændur ekki tök á að skila sjálfir inn á vefinn stendur til boða að kaupa þá þjónustu af Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins eins og undanfarin ár.
Lesa meira

DNA-sýnataka á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-stroksýnatökur í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 18. nóvember næstkomandi. Áhugasamir vinsamlegast hafi samband: petur@rml.is / S: 862-9322.
Lesa meira

Íslensk hrossarækt í 100 ár - Stefnumótun hrossaræktarinnar

Í ár eru tímamót í íslenskri hrossarækt í ýmsum skilningi. Það eru 110 ár frá því að fyrsta kynbótasýningin var haldin, 100 ár frá fæðingu Sörla 71 frá Svaðastöðum sem er einn helsti ættfaðir íslenska hestsins í dag, 30 ár frá upptöku BLUP-kerfisins, 25 ára afmæli nútíma skýrsluhalds og í ár er 100 ára afmælisár Gunnars Bjarnasonar fyrrv. hrossaræktarráðunautar, brautryðjanda sýningarhalds og markaðssetningar á íslenska hestinum.
Lesa meira