Fréttir

Upplýsingar varðandi landsmótsskrá

Á heimasíðunni www. worldfengur.com má finna lista yfir þau kynbótahross sem búin eru að vinna sér þátttökurétt á Landsmót hverju sinni. Endanlegur listi lítur ekki dagsins ljós fyrr en eftir 10. júní þegar vordómum lýkur.
Lesa meira

Hollaröðun á kynbótasýningu Hlíðarholtsvelli Akureyri

Dómar kynbótahrossa fara fram á Hlíðarholtsvelli dagana 25.-27.maí n.k. 55 hross mæta til dóms og hefjast dómstörf miðvikudaginn 25. maí kl. 13:30. Hér fyrir neðan má sjá röðun hrossa í holl. Yfirlitssýning fer svo fram föstudaginn 27. maí og hefst kl. 09:00 Röð hrossa á yfirlitssýningu verður birt hér á vefnum að kvöldi fimmtudags.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Miðfossum, í Spretti og á Gaddstaðaflötum 30. maí - 10. júní

Kynbótasýningar fara fram á Miðfossum í Borgarfirði, í Spretti í Kópavogi og á Gaddstaðaflötum á Hellu, dagana 30. maí - 10. júní. Sýningin í Spretti er þegar full og einnig seinni vikan á Hellu. Enn eru laus pláss fyrri vikuna á Hellu og báðar vikurnar á Miðfossum.
Lesa meira

Umsóknir um styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Frá Bændasamtökum Íslands: Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 1123/2015 um sama efni.
Lesa meira

Kynbótasýning á Fljótsdalshéraði 25.-27. maí

Kynbótasýning fer fram á Iðavöllum á Fljótsdalshéraði dagana 25.-27. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Breytingar á starfsmannahaldi RML

Ditte Clausen sem hingað til hefur verið í ákveðnum verkefnum hjá RML hefur nú tekið við störfum Einars Einarssonar sem loðdýraræktarráðunautur og verður starfsstöð hennar á Sauðárkróki. Einar mun einnig starfa hjá RML í sumar.
Lesa meira

Sýningargjald af kynbótahrossum á Landsmóti

Á Landsmóti 2016 á Hólum verður nauðsynlegt að innheimta sýningargjald af einstaklingssýndum kynbótahrossum á mótinu. Samningar hafa náðst á milli Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins og Landsmóts ehf. um skiptingu kostnaðar við sýningar kynbótahrossa á mótinu og verður hægt að hafa þetta gjald nokkru lægra en á öðrum kynbótasýningum.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í apríl 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í apríl síðastliðnum hafa verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til laust eftir hádegið þ. 11. maí, höfðu skýrslur borist frá 92% þeirra 579 búa sem skráð voru til þátttöku. Reiknuð meðalnyt 24.087,7 árskúa á þessum búum, var 6.041
Lesa meira

Röðun hrossa á kynbótasýningu á Sörlastöðum 17.-20. maí.

Kynbótasýning verður á Sörlastöðum í Hafnarfirði 17.-20. maí 2016. Dómar hefjast stundvíslega kl. 8:00 þriðjudaginn 17. maí. Yfirlitssýning verður föstudaginn 20. maí og hefst hún kl. 9:00. Alls eru 99 hross skráð til dóms.
Lesa meira

Kynbótasýningar á Akureyri og Selfossi 23.-27. maí

Kynbótasýningar fara fram á Hlíðarholtsvelli, Akureyri og Brávöllum, Selfossi dagana 23.-27. maí, verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“.
Lesa meira