Fréttir

Nýir búvörusamningar taka gildi um áramót

Um áramót taka gildi nýir búvörusamningar og taka nýjar reglugerðir í tengslum við samningana taka gildi frá og með næstu áramótum þegar búvörulög taka gildi. Stjórnartíðindi hafa birt reglugerðir nr. 1151/2016 um stuðning við sauðfjárrækt og reglugerð nr. 1150/2016 um stuðning við nautgriparækt. Á næstunni birtast reglugerðir um stuðning við garðyrkju, stuðning við almennan stuðning við landbúnað og breytingarrreglugerð um gæðastýrða sauðfjárframleiðslu. Í reglugerðinni um almennan stuðning við landbúnað koma m.a. fram ákvæði um nýliðunarstuðning, jarðræktarstyrki, landgreiðslur og stuðning við aðlögun að lífrænum landbúnaði.
Lesa meira

Opnunartími hjá RML um jól og áramót

Föstudaginn 23. desember, og föstudaginn 30. desember er skiptiborð RML lokað frá kl. 12.00 og ekki um að ræða fasta viðveru á skrifstofum.
Lesa meira

Uppfærðar leiðbeiningar með heimarétt WF

Leiðbeiningar með heimarétt WF hafa verið uppfærðar og eins og þegar hefur verið kynnt hafa ýmsar breytingar verið gerðar á henni. Sjá nánar: Leiðbeiningar með heimarétt WF Eldri frétt um nýjungar í heimarétt
Lesa meira

Verðlækkun á áburði

Mikil verðlækkun er á tilbúnum áburði milli ára. Áburðarsalar eru farnir að auglýsa framboð og verð á áburði og skv. því er allt að fjórðungsverðlækkun milli ára í sumum tilvikum. Gengisbreytingar skýra mestan hluta lækkunarinnar en einnig er hráefnaverð lægra á erlendum mörkuðum en fyrir ári síðan.
Lesa meira

Fjögur ungnaut úr 2015 árgangi tilbúin til dreifingar

Nú eru komnar upplýsingar um fjögur ný óreynd naut úr 2015 árgangi á nautaskra.net. Þetta eru eftirtalin fjögur naut; Spaðaás 15037 frá Syðri-Bægisá í Öxnadal undan Laufási 08003 og Stöku 474 Ófeigsdóttur 02016, Knörr 15038 frá Naustum í Eyrarsveit undan Flekk 08029 og Laufu 329 Koladóttur 06003, Gnýr 15040 frá Gerðum í Flóa undan Sandi 07014 og Gná 547 Laufássdóttur 08003 og Þyrnir 15041 frá Hlöðum í Hörgársveit undan Kletti 08030 og Þrílit 641 Ófeigsdóttur 02016.
Lesa meira

Nýjungar í heimarétt WorldFengs

Þátttaka í skýrsluhaldi er algjört lykilatriði fyrir kynbótastarfið í hrossarækt. Í gegnum árin hefur verið reynt að auðvelda ræktendum og hesteigendum að sinna því sem best. Árið 1991 var tekið upp tölvukerfi í hrossarækt sem fékk nafnið Fengur og var bylting á þeim tíma. Tíu árum síðar tók WorldFengur (WF) við og hefur verið í sífelldri þróun síðan.
Lesa meira

Þátttaka í afurðaskýrsluhaldi forsenda stuðningsgreiðslna

Skilyrði fyrir stuðningsgreiðslum á næsta ári, þ.e. bein- og gripagreiðslum, greiðslum út á kjötframleiðslu og fjárfestingastuðningi, er þátttaka í afurðaskýrsluhaldi. Fyrir þá sem nú þegar eru í skýrsluhaldi er um minni háttar breytingar að ræða en þeir sem utan þess standa þurfa að hefja skýrsluhald til þess að njóta stuðnings. Athygli er vakin á því að þeir mjólkurframleiðendur sem ekki eru í skýrsluhaldi og allir framleiðendur nautakjöts (utan þeirra sem eru mjólkurframleiðendur og í skýrsluhaldi nú þegar) þurfa að tilkynna um þátttöku til Matvælastofnunar, Búnaðarstofu fyrir 27. desember n.k. í þjónustugátt MAST.
Lesa meira

Niðurstöður skýrslnanna í nautgriparæktinni í nóvember 2016

Niðurstöður afurðaskýrsluhaldsins í nautgriparæktinni í nýliðnum nóvember hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður urðu til skömmu eftir hádegið þ. 12. desember, höfðu skýrslur borist frá 91% af þeim búum sem skráð voru til þátttöku en þau voru 567. Reiknuð meðalnyt 22.953,9 árskúa á þessum 91% búanna, var 6.194 kg
Lesa meira

Tarfurinn kynbótapakki - nú er rétti tíminn að panta

Hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins er boðið upp á gerð kynbótaáætlana og hafa fleiri og fleiri kúabændur áttað sig á gagnsemi þess að láta gera slíka áætlun fyrir sig. Þessi þjónusta RML er tvíþætt og er annars vegar greining á hjörðinni og hins vegar pörunaráætlun.
Lesa meira

Stóðhestaskýrslur/fyljunarvottorð - gjaldtaka

Minnum á skil á stóðhestaskýrslum og fyljunarvottorðum. Fram til þessa hefur skráning á þessum skýrslum verið mönnum að kostnaðarlausu en nú verður breyting á því. Frá og með næstu áramótum verður gjald tekið fyrir þessar skráningar. Menn eru því hvattir til að skila þessum skýrslum á næstu starfsstöð RML fyrir áramótin. Upplýsingar um starfsstöðvar RML er að finna hér á heimsíðuni undir "starfsemi". Einnig má skanna þessa pappíra inn og senda í tölvupósti.
Lesa meira