Litagetraun: Svör og úrslit
09.08.2016
Um síðustu helgi var RML með bás á handverks- og landbúnaðarsýningunni á Hrafnagili. Það var margt um manninn og þökkum við öllum þeim sem komu við hjá okkur í básinn. Við vorum þar með getraun þar sem skrifa átti niður litanöfn þriggja dýra sem voru á myndum í básnum. Myndirnar fylgja hérna með. Það sköpuðust fjörugar umræður og margir þátttakendur bentu réttilega á að einhver munur sé á skilgreiningum lita eftir landshlutum. Það er því þannig að fleiri en eitt svar getur verið rétt við hvern lit og ekkert endilega víst að þetta sé alveg tæmandi listi.
Lesa meira