Opnað fyrir skráningar á miðsumarsýningar
15.06.2016
Í dag 15. júní var opnað á skráningar á miðsumarssýningar. Sýningarnar verða tvær að þessu sinni, á Selfossi og á Hólum í Hjaltadal. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er skrá hross á kynbótasýningu. Einnig er hægt að fara inn á heimasíðu Ráðgjafarmiðstöðvar landbúnaðarins, www.rml.is en þar er má finna í valmyndinni á forsíðunni skrá á kynbótasýningu. Á sömu heimasíðu undir búfjárrækt/hrossarækt/kynbótasýningar má finna leiðbeiningar um rafræna skráningu á kynbótasýningu.
Lesa meira