Fréttir

Notendahandbók Fjárvís

Leiðbeiningar fyrir skýrsluhaldskerfið í sauðfjárrækt, Fjárvís hafa verið uppfærðar. Hér á heimasíðunni má nú finna fyrstu útgáfu að notendahandbók þar sem farið er yfir öll helstu atriði sem notendur þurfa að nota við vorskráningu. Í sumar verður svo unnið að því að bæta hausthlutanum við leiðbeiningarnar.
Lesa meira

Samningur við dýralækni

Nauðsynlegt er að bændur hafi samning við dýralækni um afhendingu sýklalyfja sbr. reglugerð þar um. Með þessum samningi fá þeir afhent sýklalyf frá dýralækni án undangenginnar greiningar, að öðrum kosti er dýralækni óheimilt að afhenda sýklalyf til bænda. Í Fjárvís undir valmyndinni „Notandi > Stillingar“ er sótt um rafrænan samning við dýralækni. Mælst er til þess að bændur sæki um samning við þann/þá dýralækna sem þeir eiga í viðskiptum við. Þegar smellt er á tengilinn „Sækja um samning við dýralækni“ opnast þessi valmynd:
Lesa meira

Kynbótasýning á Sörlastöðum í Hafnarfirði 17.-20. maí

Kynbótasýning fer fram á Sörlastöðum í Hafnarfirði dagana 17.-20. maí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Ábending til eigenda og knapa kynbótahrossa

Að þessu sinni verða þrjár sýningar í gangi á sama tíma á suðvesturhorni landsins frá 30. maí til 10. júní. Fyrirkomulagið verður að venju á þessa leið, að dæmt er frá mánudegi til og með fimmtudegi og yfirlitssýning á föstudegi. Ef þátttaka næst á allar þessar sýningar verða þar af leiðandi yfirlitssýningar á þremur stöðum á sama tíma.
Lesa meira

Ný stjórn RML

Stjórn Bændasamtaka Íslands skipaði á fundi þann 20. apríl síðastliðinn nýja stjórn RML en stjórnin hefur að mestu leyti verið óbreytt frá stofnun fyrirtækisins. Fyrirkomulagi varafulltrúa í stjórn var einnig breytt en fram til þessa hafa verið varamenn fyrir hvern og einn stjórnarmann. Nú verður því háttað þannig að varamenn verða tveir, 1. og 2. varamaður.
Lesa meira

DNA-sýnatökur á höfuðborgarsvæðinu

Pétur Halldórsson verður við DNA-sýnatökur og örmerkingar í hesthúsahverfum á höfuðborgarsvæðinu föstudaginn 29. apríl og mánudaginn 2. maí. Áhugasamir vinsamlegast setji sig í samband í síma 862-9322 eða petur@rml.is. Nánari upplýsingar um DNA-sýni hrossa:
Lesa meira

Verð og framboð á sáðvöru

Að venju birtir RML samantekinn lista yfir verð og framboð á sáðvöru samkvæmt upplýsingum frá söluaðilum. Í listanum koma m.a. fram umsagnir um yrkin skv. ritinu Nytjaplöntur á Íslandi 2016 sem er gefið út af LbhÍ. Þá er vert að benda á í Jörð.is er hægt að skrá notkun allra þessara yrkja ásamt dagsetningum á jarðvinnslu og sáningu.
Lesa meira

Skeiðgenið - birting í WorldFeng

Nýjung hefur nú verið bætt inn í WorldFeng en það eru upplýsingar um arfgerð hrossa í DMRT3 erfðavísinum. Í DMRT3 erfðavísinum geta verið tvær samsætur, A og C, sem eru í raun tvær útgáfur af þessum erfðavísi og geta hross því borið þrjár mögulegar arfgerðir: AA, CA og CC. Vegna tengsla A samsætunnar við skeiðgetu hefur A samsætan verið kölluð skeiðgenið í daglegu tali.
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar vorsins

Þann 18. apríl var opnað fyrir skráningar á allar kynbótasýningar vorsins. Skráning og greiðsla fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hér í gegnum heimasíðuna en á forsíðunni hægra megin er valmyndin „skrá á kynbótasýningu“.
Lesa meira

Ungfolaskoðun og DNA-sýnataka

Boðið verður upp á ungfolaskoðanir og DNA-sýnatöku úr hrossum á Norðurlandi í næstu viku. Þorvaldur Kristjánsson, ábyrgðarmaður hrossaræktar, verður á ferðinni á eftirtöldum svæðum:
Lesa meira