14.06.2016
Fagráð í nautgriparækt ákvað á fundi sínum í gær að sæði úr 17 reyndum nautum verði í dreifingu í sumar. Áfram verður í dreifingu sæði úr; Loga 06019, Rjóma 07017, Keip 07054, Bláma 07058, Blóma 08017, Þætti 08021, Flekk 08029, Góa 08037, Gust 09003, Bolta 09021, Gæja 09047, Ferli 09070 og Drætti 09081.
Þau naut sem koma ný til notkunar eru úr árganginum sem fæddist 2010. Þetta eru: Strákur 10011 frá Naustum í Eyrarsveit, undan Pontíusi 02028, mf. Kaðall 94017, Drangi 10031 frá Bakka í Öxnadal, undan Glæði 02001, mf. Ás 02048, Fossdal 10040 frá Merkigili í Eyjafirði, undan Glæði 02001, mf. Hamar 94009, og Bætir 10086 frá Núpstúni í Hrunamannahreppi, undan Síríusi 02032, mf. Stöðull 05001.
Lesa meira