Viðurkenning fyrir besta nautið fætt 2007 afhent
12.03.2015
Á fagþingi nautgriparæktarinnar sem nú stendur yfir í húsnæði Íslenskrar erfðagreiningar í Reykjavík var afhent viðurkenning fyrir besta naut Nautastöðvar Bændasamtaka Íslands, fætt árið 2007. Að þessu sinni hlaut kynbótanautið Sandur 07014 frá Skeiðháholti 1 á Skeiðum þessa nafnbót. Guðný Helga Björnsdóttir, formaður fagráðs í nautgriparækt, afhenti Jóni Vilmundarsyni öðrum ræktenda Sands viðurkenninguna og við það tækifæri var meðfylgjandi mynd tekin.
Lesa meira