Fréttir

Sauðfjársæðingar í Skagafirði

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins sér um framkvæmd sauðfjársæðinga fyrir Búnaðarsamband Skagfirðinga. Móttaka pantana er hafin. Hægt er að panta hér í gegnum heimasíðuna með því að smella á hnapp hægra megin á forsíðunni.
Lesa meira

Lækkun stýrivaxta Seðlabankans - lítil áhrif á vaxtakjör hjá viðskiptabönkunum ?

Í undirbúningi að erindi sem undirritaður hélt á fræðslufundi Félags kúabænda á Suðurlandi og Ráðgjafarmiðstöðvar landabúnaðarins þann 17. nóvember sl. um rekstur og fjármögnun á kúabúum, var meðal annars skoðað hvort áhrif stýrivaxtalækkunar Seðlabankans væru komin fram í vaxtatöflum helstu viðskiptabankanna. Þann 5. nóvember kynnti Seðlabanki Íslands lækkun á stýrivöxtum bankans um 0,25 prósentustig.
Lesa meira

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins auglýsir starf hrossaræktarráðunautar

Ráðgjafarmiðstöð Landbúnaðarins óskar eftir að ráða starfsmann – hrossaræktarrráðunaut – til að taka að sér starf ábyrgðarmanns hrossaræktar hjá RML. Ráðningin er til eins árs með möguleika á framlengingu.
Lesa meira

Hrútaskráin 2014-15 væntanleg - komin á vefinn

Loks hillir undir að "jólabók" sauðfjárræktenda líti dagsins ljós en hún er væntanleg úr prentun um miðja næstu viku eða rétt fyrir kynningarfundi búnaðarsambandanna um hrútakost sauðfjársæðingastöðvanna. Fundirnir hefjast eins og auglýst hefur verið fimmtudaginn 20. nóvember n.k. Fyrir þá sem eru orðnir spenntir og geta alls ekki beðið verður vefútgáfan sett hér á vefinn um eða rétt upp úr kl. 8.00 í fyrramálið.
Lesa meira

Umsóknir um lán eða styrki úr Stofnverndarsjóði íslenska hestakynsins

Fagráð í hrossarækt starfar samkvæmt 15 gr. búnaðarlaga nr. 70/1998. Fagráð fer, meðal annarra verkefna, með stjórn Stofnverndarsjóðs sem starfræktur er samkvæmt ákvæðum í sömu lögum og reglugerð nr. 470/1999 um sama efni.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í október 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar fyrir októbermánuð eru orðnar aðgengilegar á vef okkar. Þegar þær niðurstöður sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. nóvember var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 92% þeirra 577 búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.811,4 árskúa á fyrrnefndum búum, síðastliðna 12 mánuði, var 5.763 kg
Lesa meira

Sæðingastöðvahrútar 2014-2015

Nú liggur fyrir hvaða hrútar verða á sæðingastöðvunum næsta vetur og hvernig þeir skiptast milli stöðvanna. Frekari upplýsingar um hvern og einn bíða svo hrútaskrár sem kemur út um miðjan nóvember.
Lesa meira

Skoðun hrútlamba og afkvæmarannsóknir fyrir sæðingastöðvar haustið 2014

Niðurstöður úr skoðun sona sæðingastöðvahrútanna haustið 2014 hafa verið teknar saman fyrir allt landið. Jafnframt hefur verið tekið saman yfirlit um afkvæmarannsóknir sem unnar voru fyrir sæðingastöðvarnar núna í haust.
Lesa meira

Styrkir vegna afkvæmarannsókna í sauðfjárrækt

Líkt og undanfarin ár geta bændur fengið styrk út á afkvæmarannsóknir á hrútum en verkefnið er styrkt af fagfé sauðfjársamnings. Skilyrðin eru eftirfarandi: Í samanburðinum þurfa að vera a.m.k. 5 veturgamlir hrútar (fæddir 2013). Sjálfsagt er að hafa eldri hrúta með í uppgjörinu ef þeir eru samanburðarhæfir.
Lesa meira

Sauðfjárskólinn á Vesturlandi, Vestfjörðum og Reykjanesi

Allir sauðfjárbændur á svæðinu frá Reykjanesi til Vestfjarða eiga að hafa fengið bréf snemma í október þar sem þeim er boðið að taka þátt í námskeiðinu Sauðfjárskólanum sem RML stendur fyrir. Skráningar standa yfir og hefur skráningarfrestur verið framlengdur til mánudagsins 3. nóvember.
Lesa meira