Fréttir

Yfirlit síðsumarssýningar á Gaddstaðaflötum

Yfirlitssýningin fer fram föstudaginn 22. ágúst og hefst kl. 8:00. Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á hryssum 7v og eldri. Hollaröð og nánari tímasetningar verða birtar eftir að dómum lýkur fimmtudagskvöldið 21. ágúst; þó liggur þegar fyrir að ekki verða aðrir flokkar á yfirliti fyrir hádegi á föstudeginum en hryssur 7v og eldri og hluti af 6v hryssum.
Lesa meira

Kynbótamat fyrir frjósemi uppfært

Búið er að uppfæra kynbótamat fyrir frjósemi hjá sauðfé, en gögn frá vorin 2014 sem búið var að skrá í gagnagrunninn um mánaðarmótin júlí/ágúst náðu inn í útreikninginn. Haustbækur fara í prentun núna í vikunni og fara berast til bænda um og uppúr næstu helgi.
Lesa meira

Upplýsingar um fyrstu nautin fædd 2013

Nú eru upplýsingar um fyrstu óreyndu nautin fædd 2013 og sæði úr fer til dreifingar, komnar á nautaskra.net. Um er að ræða 11 naut sem sæði úr kemur til dreifingar á næstu dögum í og á Vestfjörðum, Húnavatnssýslum, Eyjafirði, Suður-Þingeyjarsýslu og Austur-Skaftafellsýslu. Sæði úr þeim kemur svo til dreifingar á öðrum svæðum jafnharðan og dreifingu á sæði úr óreyndum nautum vindur fram þar.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýningar á Sauðárkróki 15. ágúst

Yfirlitssýning hefst kl. 10:00 á Sauðárkróki á morgun, föstudaginn 15. ágúst. Áætluð lok eru kl. 12.30.
Lesa meira

Sunnlenskir bændur ættu að panta heysýnatöku hið fyrsta

Nú eru bændur um allt land að byrja eða eru búnir með háarslátt. Fyrri sláttur hófst snemma þetta árið, en erfið heyskapartíð á Suður-, Vestur- og Norðvestur-hluta landsins gerði það að verkum að sláttur dróst, forþurrkun gekk illa og hluti heyjanna spratt úr sér.
Lesa meira

Síðsumarssýning á Blönduósi felld niður

Síðsumarssýning kynbótahrossa sem vera átti á Blönduósi dagana 18.-20. ágúst n.k. hefur verið felld niður vegna ónógrar þátttöku.
Lesa meira

Síðsumarssýning kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum

Búið er að raða í holl á síðsumarssýningu kynbótahrossa á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 18.-22. ágúst n.k. Alls eru skráð 152 hross til dóms. Dómar munu hefjast mánudaginn 18. ágúst kl. 8.00 og standa dagana 18.-21. ágúst. Yfirlitssýning verður föstudaginn 22. ágúst.
Lesa meira

Hollaröð yfirlitssýning á Mið-Fossum 13. ágúst

Hér má sjá hollaröðun fyrir yfirlitssýningu á Mið-Fossum, miðvikudaginn 13. ágúst
Lesa meira

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Mið-Fossum, 13. ágúst 2014

Yfirlitssýning síðsumarssýningar á Mið-Fossum, Borgarfirði, fer fram á miðvikudaginn 13. ágúst og hefst kl. 8:00 á elstu hryssunum. Hollaröð verður birt hér á vef RML seint í kvöld. Áætluð lok sýningarinnar er um kl. 12:00.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júlí 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 12. ágúst var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 85% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.239 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.749 kg en var 5.702 kg mánuðinn á undan. Meðalfjöldi árskúa á fyrrnefndum búum sem skýrslum hafði verið skilað frá á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var 40,1 og hafði hækkað um 0,3 frá uppgjöri júnímánaðar.
Lesa meira