05.08.2014
Kynbótasýning fer fram á Blönduósi 18.-20. ágúst verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er Skrá hross á kynbótasýningu.
Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Síðasti skráningar- og greiðsludagur er föstudagur 8. ágúst. Verð fyrir fullnaðardóm er 20.500,- kr. en fyrir sköpulagsdóm eða hæfileikadóm 15.500,- kr.
Endurgreiðslur á sýningargjöldum koma því aðeins til greina ef forföll eru tilkynnt fyrir kl. 16:00 síðasta virka dag áður en sýningarvikan hefst, í síma 516-5000.
Einnig er hægt að senda tölvupóst á netföngin lr@rml.is og rml@rml.is.
Lesa meira