Fréttir

Hákon B. Harðarson sigraði í myndaleik RML á facebook

Það var Hákon B. Harðarson sem sigraði í myndaleiknum okkar á facebook en það var hans heyskaparmynd sem fékk flest „like“ fyrir lok fimmtudagsins 17. júlí. Að verðlaunum hlýtur Hákon ráðgjafarpakka RML að eigin vali fyrir andvirði allt að 50.000 krónum og verður haft samband við hann vegna þessa fljótlega.
Lesa meira

Morgunstund gefur gull í mund

Vorið 2014 var mjög gott og sauðburður gekk víðast hvar vel að teknu tilliti til tíðarfars samanborið við undangengin vor. Núna er það heyskapur sem stendur yfir en hann gengur misvel sökum tíðarfars. Sauðfjárbændur hafa verið duglegir að ganga frá upplýsingum um sauðburð í Fjárvís en rétt er að minna bændur á að nýta rigningardagana til að ljúka við vorskýrsluhaldið. Líkt og gert var fyrir ári síðan var kynbótamat fyrir frjósemi sem tók mið af vorgögnum reiknað áður en haustbækur voru sendar út og mæltist það vel fyrir hjá bændum.
Lesa meira

Kynbótasýning á Dalvík 28.-30. júlí - síðasti skráningardagur 18. júlí

Kynbótasýning fer fram á Dalvík dagana 28.-30. júlí verði þátttaka næg. Skráning og greiðsla sýningargjalda fer fram í gegnum netið á síðunni www.worldfengur.com þar sem valið er „Skrá hross á kynbótasýningu“. Einnig er hægt að skrá hross til sýningar hér á heimasíðu RML í gegnum flýtihnapp á forsíðunni.
Lesa meira

Miðsumarssýning á Gaddstaðaflötum 21.-22. júlí - Hollaröð

Miðsumarssýningin fer fram dagana 21. – 22. júlí, dæmt á mánudegi og yfirlitssýning á þriðjudegi. Yfirlitssýningin hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 87% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.112 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.702 kg
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar mið- og síðsumars - Síðasti skráningardagur á Gaddstaðaflatir mánudaginn 14. júlí

Þann 20. júní var opnað fyrir skráningar á kynbótasýningar miðsumars og þann 14. júlí verður opnað fyrir skráningar á síðsumarsýningar. Skráning og greiðsla fer fram á netinu í gegnum síðuna www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“
Lesa meira

Enn pláss á FEIF-námskeiði fyrir unga kynbótaknapa í Þýskalandi

Ennþá er möguleiki að skrá sig á FEIF-námskeið fyrir unga kynbótaknapa, sem haldið verður í Þýskalandi í ágúst.
Lesa meira

Dómsorð um hesta sem hlutu heiðursverðlaun á nýafstöðnu landsmóti

Á nýafstöðunu Landsmóti hestamanna voru 5 hestar sýndir til verðlauna með afkvæmum. Heiðursverðlaunahafar voru tveir þeir Stáli frá Kjarri og Vilmundur frá Feti sem hlaut Sleipnisbikarinn að þessu sinni.
Lesa meira

Hollaraðir á yfirlitssýningum kynbótahrossa LM2014

Hér má nálgast nýjustu upplýsingar fyrir yfirlitssýningar í þeim flokkum kynbótahrossa á LM2014 þar sem fordómum er lokið.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá á Kynbótavelli LM2014 - Miðvikudag 2. júlí - sunnudags 6. júlí

Eigendur og knapar kynbótahrossa eru beðnir að skoða vel uppfærða dagskrá á Kynbótavelli. Sjá nánar undir skoða meira hér í þessari frétt.
Lesa meira