Fréttir

Dagskrá á aðalvelli frestaði til kl. 13:00 vegna veðurs - Landsmót hestamanna

Við vekjum athygli á frétt á heimasíðu Landsmóts hestamanna 2014 um breytingar á dagskrá. 02. júlí 2014 "Vegna áframhaldandi veðuraðstæðna hefur verið tekin ákvörðun um að fresta milliriðlum í barnaflokki sem hefjast áttu kl 9:00 í dag, til föstudags. Milliriðlar í barnaflokki munu hefjast kl 8:30 á föstudag. Dagskráin í dag á aðalvelli mun hefjast kl 13:00 á ungmennaflokki samkvæmt dagskrá. Mótstjórn".
Lesa meira

Landsmót Hestamanna - Breytt dagskrá á kynbótavelli, miðvikudag 2. júlí

Athugið breytta dagskrá á kynbótavelli miðvikudaginn 2. júlí undir lesa meira en þar er tenging á pdf skjal með nýrri ráðsröð.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá Landsmóts Hestamanna á Hellu

Keppendur og gestir geta fylgst með dagskrá á heimasíðu mótsins. Sökum veðurs hefur þurft að hliðra til og breyta dagskrá og þær breytingar eru uppfærðar jafnóðum á heimasíðu landsmótsins.
Lesa meira

Sýningum 4V kynbótahrossa frestað til miðvikudags - Frétt af heimasíðu Landsmóts hestamanna

RmL birtir hér frétt af heimasíðu Landsmóts hestamanna vegna breytinga á sýningum 4V kynbótahrossa. "1.júlí 2014. Að vel ígrunduðu máli hefur verið afráðið að fresta öllum sýningum 4v hrossa til morguns. Ný dagskrá og tímaplan hafa verið útbúin til að mæta þessari uppákomu. Þetta nýja tímaplan gerir ráð fyrir að dómar á 4v hryssum hefjist kl.06:00 að morgni miðvikudagsins 2.júlí. Áður birt landsmótsdagskrá á kynbótabraut þennan miðvikudag riðlast nokkuð. Ennfremur reynist nauðsynlegt að byrja kl. 06:00 fimmtudaginn 3.júlí, en á slaginu 08:00, þann sama dag, tekur óbreytt og áður birt dagskrá við á kynbótabrautinni. Með von um að allar ytri aðstæður verði okkur hliðhollari á komandi dögum. Sýningarstjórar kynbótahrossa á LM2014, Pétur Halldórsson og Þórður Pálsson"
Lesa meira

Opnað hefur verið fyrir skráningu á tjóni af völdum gæsa og álfta

Nú hefur verið opnað fyrir skráningu bænda á tjóni af völdum gæsa og álfta á ræktunarlandi. Tilkynningarform er nú aðgengilegt fyrir bændur inni á Bændatorginu undir lið sem heitir Umsóknir. Upplýsingarnar verða skráðar í gagnagrunn, sem nýtast mun við frekari úrvinnslu og fyrir stjórnvöld, sem tekur ákvörðun um framhaldið. Verkefnið er á ábyrgð umhverfisráðuneytisins og mun Umhverfisstofnun leggja mat á tjón og vinna úr niðurstöðunum. Krafa er gerð um að spildur sem tjón hefur orðið á séu skráðar í JÖRÐ.IS með stafrænu túnkorti frá Loftmyndum, og eru bændur þess vegna hvattir til að gera átak í þeim málum í samvinnu við leiðbeiningaþjónustuna.
Lesa meira

Athugið lítilsháttar breytingar á tímasetningu - Kynbótavöllur LM2014

Til að hliðra til fyrir setningarathöfn LM2014 fimmtudagskvöldið, 3. júlí, reyndist nauðsynlegt að hnika dagskrárliðum á kynbótavellinum aðeins til. Sjá nánar hér í tilkynningu.
Lesa meira

Úrvalssýning kynbótahrossa á Landsmóti

Í dagskrá Landsmóts er liður sem heitir „kynning á úrvali kynbótahrossa“ sem tímasettur er kl. 9:30 að morgni laugardagsins 5. júlí. Hér er lagt upp með að nýta þann takmarkaða tíma sem er til ráðstöfunar til að bjóða upp á kynningu á þeim hrossum sem búa yfir ákveðnum úrvals gangeiginleikum en ná samt ekki verðlaunasæti á mótinu.
Lesa meira

Leikur á facebooksíðu RML - vegleg verðlaun

Á facebooksíðu okkar er nú hægt að taka þátt í leik þar sem hægt er að vinna til veglegra verðlauna. Leikurinn er þannig að þátttakendur senda mynd sem tengist heyskap á facebooksíðu okkar. Engin skilyrði eru fyrir því hvað skuli vera á myndinni en hún þarf þó að tengjast heyskap með einhverjum hætti.
Lesa meira

Fimm ný naut úr 2008 árgangi til notkunar sem reynd

Í gær fundaði fagráð í nautgriparækt að lokinni keyrslu á kynbótmati sem gert var nú í júní. Á fundinum var ákveðið að setja fimm ný naut úr nautaárgangi 2008 í notkun sem reynd naut. Þetta eru Þáttur 08021, Flekkur 08029, Klettur 08030, Gói 08037 og Bambi 08049. Þau naut sem verða áfram í dreifingu sem reynd naut eru: Logi 06019, Dynjandi 06024, Hjarði 06029, Víðkunnur 06034, Sandur 07014, Rjómi 07017, Húni 07041, Toppur 07046, Lögur 07047, Keipur 07054, Blámi 07058, Laufás 08003 og Blómi 08017.
Lesa meira

Að eiga sitt undir sól og regni

Nú er heyskapartíð hafin eða að hefjast á öllu landinu og uppskerutölur fara að berast. Vorið 2014 hefur skráð sig í sögubækurnar fyrir góða tíð, þau bregðast víst ekki árin sem enda á fjórum, segja þeir. Ólík er þessi vorkoma þeirri síðustu og má sjá það í veðurfarsgögnum. Hér fylgir tafla yfir hita- og úrkomumeðaltöl frá árinu 2000 fyrir þrjár veðurstöðvar Norðaustanlands.
Lesa meira