Fréttir

Til knapa og eigenda kynbótahrossa á LM 2014

Kynbótahross sem náðu lágmarseinkunnum fyrir landsmót í vorsýningum hafa aldrei verið fleiri en nú. Rétt til að koma fram á kynbótabrautinni hafa nú 281 hross en 255 hafa boðað komu sína á Gaddstaðaflatir. Til þess að bregðast við þessum mikla fjölda hefur reynst nauðsynlegt að bæta sunnudeginum 29. júní við, sem dómadegi.
Lesa meira

Námskeið á vegum FEIF fyrir unga knapa, um þjálfun og sýningu kynbótahrossa

Vakin er athygli á námskeiði á vegum FEIF fyrir unga knapa, um þjálfun og sýningu kynbótahrossa. Áhugsamir hafi samband við Gunnfríði í gegnum netfangið geh@rml.is fyrir föstudag 27. júní.
Lesa meira

Kartöflu- og kornskoðun með Benny Jensen

Dagana 17. – 19. júní var kartöflu- og kornráðunauturinn Benny Jensen frá BJ Agro í Danmörku við störf hér á landi ásamt Magnúsi Ágústssyni frá RML. Þeir fóru víða um kartöflugarða og meðal annars í Eyjafjörð þar sem ráðunautarnir Eiríkur Loftsson, Sigurður Jarlsson og Borgar Páll Bragason bættust í hópinn.
Lesa meira

Eigendur/knapar kynbótahrossa á LM2014

Svo sníða megi endanlega dagskrá og tímasetningar á kynbótavelli LM2014 er brýnt að fá upplýsingar um þá gripi sem ekki munu nýta rétt sinn til að koma fram á mótinu. Eigendur þessara gripa eða knapar eru vinsamlega beðnir að koma upplýsingum til Péturs Halldórssonar með tölvupósti á petur@rml.is, eða í síma 862-9322 sem allra fyrst.
Lesa meira

Norskir ráðunautar heimsóttu RML

Dagana 12. til 15. júní sl. komu 5 norskir ráðunautar í fóðrun mjólkurkúa í heimsókn til starfssystra sinna hjá Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins á Suðurlandi. Konurnar vinna allar í ráðunautateymi mjólkursamlagsins TINE sem kallast „Topp Team Fôring“. Farið var um sveitir Suðurlands og allir helstu ferðamannastaðir skoðaðir. Þá var einnig farið í heimsókn til bænda þar skoðuð voru fjós og einnig beitargróður. Það vakti athygli hve kýrnar á mörgum bæjanna voru á góðri beit; stór beitarstykki með nægilegum gróðri auk þess sem norsku gestunum fannst lítið um rof í gróðurþekjunni vegna traðks.
Lesa meira

Tryggjum gróffóðurgæðin!

Sláttur er nú að hefjast allvíða um land. Á næstu dögum og vikum er grunnur lagður að framleiðslu grasbítanna næsta vetur. Mikilvægt er að vanda sem kostur er til verka við gróffóðuröflunina og tryggja þannig fóðurgæðin. Í meðfylgjandi viðhengi er að finna 15 ábendingar um heyverkun sem væntanlega geta komið að gagni og er einnig gott að rifja upp.
Lesa meira

Betri ræktun - Auknar afurðir

Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins kynnir SPROTANN sem er ráðgjafarpakki í jarðrækt. Hann inniheldur heildstæða ráðgjöf í jarðrækt, aðstoð við skráningu í jörð.is, viðhald og lagfæringu túnakorta, úttekt á ástandi ræktarlands, áburðaráætlun og ýmislegt fleira.
Lesa meira

Hollaröð á seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum og Miðfossum

Seinni yfirlitssýningar á Gaddstaðaflötum við Hellu og á Miðfossum í Borgarfirði fara fram föstudaginn 13. júní. Báðar sýningarnar hefjast kl. 8.00 og eru áætluð sýningarlok um kl. 18. Byrjað verður með sýningu hryssna 7 vetra og eldri en annars verður sýningarröð flokka sem hér segir:
Lesa meira

Yfirlit seinni viku á Miðfossum

Yfirlit seinni viku á Miðfossum í Borgarfirði fer fram föstudaginn 13. júní og hefst kl. 08:00. Byrjað verður á elstu hryssunum. Nánari tímasetningar og hollaröð verður birt hér á heimasíðunni seinna í kvöld.
Lesa meira

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum

Yfirlit seinni viku á Gaddstaðaflötum fer fram föstudaginn 13. júní og hefst kl. 08:00. Röð flokka verður með hefðbundnum hætti, byrjað á elstu hryssum, þá 6, 5 og 4ra vetra hryssur, svo 4ra vetra stóðhestar og endað á elstu stóðhestunum. Nánari tímasetningar og hollaröð verður birt hér á heimasíðunni rml.is um leið og dómum lýkur í kvöld.
Lesa meira