Fréttir

Hollaröðun á Melgerðismelum 3.-6. júní

Hér má sjá hollaröðun fyrir kynbótasýninguna á Melgerðismelum í komandi viku. Alls eru 74 hross skráð á sýninguna. Dómar munu hefjast þriðjudaginn 3. júní kl. 12.30, á miðvikudaginn kl 9:00 og fimmtudaginn kl. 08:00. Yfirlitssýning eftir dóma fer fram föstudaginn 6. júní. Nánari tímasetningar yfirlitssýninga verða auglýstar síðar. Athugið að mælingar hefjast um 15 mín. áður en dómar hefjast.
Lesa meira

Hollaröðun á Miðfossum í Borgarfirði 2.-13. júní

Búið er að raða í holl fyrir kynbótasýninguna á Miðfossum dagana 2.-13. júní n.k. Alls eru 300 hross skráð á sýninguna. Dómar munu hefjast mánudaginn 2. júní kl. 12.30 en hina dagana kl. 08.00. Yfirlitssýning eftir dóma fyrri vikunnar fer fram föstudaginn 6. júní.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sauðárkróki 30. maí

Yfirlitssýning kynbótahrossa fer fram á Sauðárkróki föstudaginn 30. maí og hefst kl. 9:00.
Lesa meira

Kynbótasýning á Gaddstaðaflötum við Hellu 2.-14. júní

Búið er að raða í holl á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum við Hellu dagana 2.-14. júní n.k. Alls eru skráð 473 hross á sýninguna. Dómar munu hefjast mánudaginn 2. júní kl. 8.00 og standa dagana 2.-5. júní. Yfirlitssýning eftir dóma fyrri vikunnar fer fram föstudaginn 6. júní og lýkur fyrir hádegi laugardaginn 7. júní.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sörlastöðum 28. maí 2014

Yfirlitssýning kynbótasýningar á Sörlastöðum, Hafnarfirði, fer fram miðvikudaginn 28. maí og hefst kl. 9:00. Röð flokka verður m. eftirfarandi hætti:
Lesa meira

Yfirlitssýning á Fljótsdalshéraði 28. maí

Yfirlitssýning fer fram á Stekkhólma á Fljótsdalshéraði miðvikudaginn 28. maí og hefst klukkan 09:00.
Lesa meira

Yfirlitssýning á Sörlastöðum 28. maí

Yfirlitssýning fer fram á Sörlastöðum miðvikudaginn 28. maí og hefst klukkan 09:00. Röð flokka verður hefðbundin, byrjað á elstu hryssum, þá 6 vetra, 5 vetra og 4ra vetra hryssur, yngstu stóðhestar og upp í elstu flokka.
Lesa meira

Yfirlýsing vegna umfjöllunar um flutning kynbótasýningar frá Selfossi í Hafnarfjörð

Vegna fréttar á vef Eiðfaxa þann 26. maí þar sem staðhæft er að forsvarsmenn RML hafi haft annað en hagsmuni ræktunarstarfsins að leiðarljósi við ákvörðun um að færa kynbótasýningu sem halda átti á Selfossi dagana 26.-28. maí til Hafnarfjarðar viljum við koma eftirfarandi á framfæri.
Lesa meira

Biðlisti á kynbótasýningu á Gaddstaðaflötum 2.-13. júní

Eins og fram hefur komið fylltust báðar vikur kynbótasýningarinnar á Gaddstaðaflötum á föstudaginn og komust færri að en vildu. Hægt var að skrá hross á biðlista og er nú verið að vinna í því að reyna að bæta við sýningarvikurnar á Gaddstaðaflötum svo hægt sé að fjölga plássum þar.
Lesa meira

Kynbótasýning á Selfossi flutt í Hafnarfjörð

Af illviðráðanlegum orsökum hefur verið ákveðið að flytja kynbótasýninguna á Brávöllum/Selfossi (26.-28. maí) yfir á Sörlastaði í Hafnarfirði. Hollaraðir, tímasetningar og skipulag allt stendur sem fyrr – utan breytt staðsetning sýningarinnar.
Lesa meira