Fréttir

Niðurstöður úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014

Niðurstöðurnar úr skýrslum nautgriparæktarinnar í júní 2014 hafa nú verið birtar á vef okkar. Þegar niðurstöðurnar sem nú birtast urðu til á miðnætti aðfaranótt 11. júlí var búið að skila skýrslum fyrir síðastliðinn mánuð frá 87% þeirra búa sem nú eru skráð til þátttöku í skýrsluhaldinu. Reiknuð meðalnyt 21.112 árskúa á búunum, sem skýrslurnar höfðu borist frá, síðastliðna 12 mánuði var 5.702 kg
Lesa meira

Skráningar á kynbótasýningar mið- og síðsumars - Síðasti skráningardagur á Gaddstaðaflatir mánudaginn 14. júlí

Þann 20. júní var opnað fyrir skráningar á kynbótasýningar miðsumars og þann 14. júlí verður opnað fyrir skráningar á síðsumarsýningar. Skráning og greiðsla fer fram á netinu í gegnum síðuna www.worldfengur.com þar sem valið er „skrá hross á kynbótasýningu“
Lesa meira

Enn pláss á FEIF-námskeiði fyrir unga kynbótaknapa í Þýskalandi

Ennþá er möguleiki að skrá sig á FEIF-námskeið fyrir unga kynbótaknapa, sem haldið verður í Þýskalandi í ágúst.
Lesa meira

Dómsorð um hesta sem hlutu heiðursverðlaun á nýafstöðnu landsmóti

Á nýafstöðunu Landsmóti hestamanna voru 5 hestar sýndir til verðlauna með afkvæmum. Heiðursverðlaunahafar voru tveir þeir Stáli frá Kjarri og Vilmundur frá Feti sem hlaut Sleipnisbikarinn að þessu sinni.
Lesa meira

Hollaraðir á yfirlitssýningum kynbótahrossa LM2014

Hér má nálgast nýjustu upplýsingar fyrir yfirlitssýningar í þeim flokkum kynbótahrossa á LM2014 þar sem fordómum er lokið.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá á Kynbótavelli LM2014 - Miðvikudag 2. júlí - sunnudags 6. júlí

Eigendur og knapar kynbótahrossa eru beðnir að skoða vel uppfærða dagskrá á Kynbótavelli. Sjá nánar undir skoða meira hér í þessari frétt.
Lesa meira

Dagskrá á aðalvelli frestaði til kl. 13:00 vegna veðurs - Landsmót hestamanna

Við vekjum athygli á frétt á heimasíðu Landsmóts hestamanna 2014 um breytingar á dagskrá. 02. júlí 2014 "Vegna áframhaldandi veðuraðstæðna hefur verið tekin ákvörðun um að fresta milliriðlum í barnaflokki sem hefjast áttu kl 9:00 í dag, til föstudags. Milliriðlar í barnaflokki munu hefjast kl 8:30 á föstudag. Dagskráin í dag á aðalvelli mun hefjast kl 13:00 á ungmennaflokki samkvæmt dagskrá. Mótstjórn".
Lesa meira

Landsmót Hestamanna - Breytt dagskrá á kynbótavelli, miðvikudag 2. júlí

Athugið breytta dagskrá á kynbótavelli miðvikudaginn 2. júlí undir lesa meira en þar er tenging á pdf skjal með nýrri ráðsröð.
Lesa meira

Uppfærð dagskrá Landsmóts Hestamanna á Hellu

Keppendur og gestir geta fylgst með dagskrá á heimasíðu mótsins. Sökum veðurs hefur þurft að hliðra til og breyta dagskrá og þær breytingar eru uppfærðar jafnóðum á heimasíðu landsmótsins.
Lesa meira

Sýningum 4V kynbótahrossa frestað til miðvikudags - Frétt af heimasíðu Landsmóts hestamanna

RmL birtir hér frétt af heimasíðu Landsmóts hestamanna vegna breytinga á sýningum 4V kynbótahrossa. "1.júlí 2014. Að vel ígrunduðu máli hefur verið afráðið að fresta öllum sýningum 4v hrossa til morguns. Ný dagskrá og tímaplan hafa verið útbúin til að mæta þessari uppákomu. Þetta nýja tímaplan gerir ráð fyrir að dómar á 4v hryssum hefjist kl.06:00 að morgni miðvikudagsins 2.júlí. Áður birt landsmótsdagskrá á kynbótabraut þennan miðvikudag riðlast nokkuð. Ennfremur reynist nauðsynlegt að byrja kl. 06:00 fimmtudaginn 3.júlí, en á slaginu 08:00, þann sama dag, tekur óbreytt og áður birt dagskrá við á kynbótabrautinni. Með von um að allar ytri aðstæður verði okkur hliðhollari á komandi dögum. Sýningarstjórar kynbótahrossa á LM2014, Pétur Halldórsson og Þórður Pálsson"
Lesa meira