Samantekt yfir sáðvöru 2013
17.04.2013
Ráðunautar RML hafa nú sett saman tvo lista yfir sáðvöru sem er á markaði þetta árið. Annarsvegar er það listi sem sýnir þá stofna og yrki af túngrasfræi, grænfóðri og korni sem eru nú til sölu og hinsvegar listi yfir grasfræblöndurnar. Í listunum koma fram upplýsingar um stofna og yrki ásamt upplýsingum um hvernig þau hafa reynst í prófunum. Þá eru þarna upplýsingar um sáðmagn og loks verð samkvæmt listum fræsalanna.
Lesa meira